Verkföllin í Bretlandi skila árangri

Sú verkfallshrina sem hófst í Bretlandi er nú smátt og smátt að skila árangri. Samningaviðræðurnar eru flóknar þar sem viðsemjendur eru margir og samningsaðilar verkalýðsfélaganna hafa verið treg að samningaborðinu. Einnig hefur ríkisstjórn Íhaldsflokksins verið treg að semja, hafa ekki viljað koma að samningaborðinu fyrr en nýlega. En yfirgnæfandi stuðningur verkafólks við verkfallsaðgerðir eru farnar að skila árangri.

Staða verkalýðsfélaganna er mismunandi. Sum félög hafa verið lengi án samninga, önnur, sérstakleg í opinbera geiranum, hafa horft fram á langvarandi lækkun rauntekna frá 2010 þegar Íhaldsflokkurinn tók við. Svo botnfraus allt þegar Covid faraldurinn reið yfir en nú hefur verkalýðshreyfingin tekið við sér og krafist leiðréttingar, sérstaklega fyrir verkafólk sem stóð vaktina þegar faraldurinn gekk yfir.

Ríkisstjórnin kastaði köldu vatni yfir starfsmenn hins opinbera þegar 4% hækkun var sett fram af kjararáði síðastliðið sumar. Þá var verðbólgan komin á skrið og hélt áfram að aukast, hefur verið um 10% síðastliðið ár. Verkalýðsfélögin sættu sig alls ekki við þetta og boðuð voru verkföll meðal fjölmargra starfstétta þegar líða tók á haustið. Sem dæmi má taka að hjúkrunarfræðingar, sem ekki hafa farið í verkfall í 100 ár, boðuðu verkfall með yfirgnæfandi meirihluta, enda voru hjúkrunarfræðingarnir búnir að þræla sér út í Covid faraldrinum. Í kjölfarið fylgdi verkafólk úr öllum áttum, bæði í opinbera geiranum og einkageiranum, enda hafði verðbólgan og langvarandi kjararýrnun tekið sinn toll. Hrina verkfalla fór af stað, sérstaklega upp úr áramótum.

Verföllin eru þegar farin að skila árangri. Dæmi sem Trades Union Congress (TUC, ASÍ þeirra Breta) tekur eru samningar hjá verkafólki í hinum ýmsu geirum hafa skilað verkfallsfólki hækkanir á bilinu 18-44%!

Mismunurinn milli samninga skýrist að miklu leiti af því að staða viðkomandi verkafólks var mismunandi við upphaf samningaviðræðnanna og samningstímabil þeirra mismunandi. Þar sem samningarnir eiga allir sameiginlegt er að þeir ná ekki einungis til baka áhrifum verðbólgunnar heldur ná líka fram raunverulegum kjarabótum. Einkageirinn og sum sveitarfélög hafa riðið á vaðið með því að gera samninga við sitt starfsfólk en ríkisstjórnin þvermóðgast enn við að gera samninga. Þó er stjórnin komin að samningaborðinu eftir að hafa ætlað að keyra í gegn hækkunartillögu kjararáðsins og neitaði að semja. En þar sem fleiri og fleiri atvinnurekendur hafa gert samninga í kjölfar verkfalla er varla langt að bíða þess að ríkisstjórnin neyðist til að semja líka.

Myndin er úr kröfugöngu þar sem breskt launafólk ver réttinn til verkfalla, helsta tækisins sem það hefur til að verja og bæta kjör sín.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí