Vextir hækka úr 4,0% í 4,25% í Bretlandi

Breski Seðlabankinn hefur hækkað vexti úr 4,0% í 4,25%. Þetta kemur í kjölfarið á hækkun verðbólgu í landinu, en verðbólgustigið hélt áfram að hækka í febrúar og mældist  10,4% á ársgrundvelli miðað við 10,1% í janúar.

Andrew Bailey, seðlabankastjóri, réttlætir þessa hækkun með áframhaldandi hækkun verðbólgu og kjarasamningum sem mælast vel yfir 10% stigum í landinu. Telur Bailey að verðbólga muni lækka verulega síðar á árinu en varaði fyrirtækin sérstaklega við því að hækka verðlag úr hömlum. „Ég vil segja þeim sem setja verðið- gerið ykkur grein fyrir því að ef við festum verðbólguna í sessi munu vextir halda áfram að hækka og verðbólga er engum til góða. Hún kemur illa niður á fólki og skaðar sérstaklega þá sem minnst mega sín í samfélaginu“.

Verkalýðsfélögin hafa vissulega náð fram góðum samningum með kröftugri baráttu. En forystumenn þeirra hafa bent á að almenningur hafi setið eftir í árafjölda og þoli einfaldlega ekki þær verðhækkanir sem hafa verið án góðrar leiðréttingar. Eitt stærsta verkalýðsfélagið Unite the Union hefur skrifað ítarlega skýrslu um hvaðan verðhækkanirnar koma. Benda samtökin á að fyrirtæki, jafnt innflytjendur sem smásöluaðilar, hafi notað tækifærið sem kom með hækkun á aðföngum til að smyrja vel ofan á verðið og hækka gróðann. Sharon Graham, leiðtogi verkalýðsfélagsins bendir á að við séum stödd í miðri græðgiskrísu. „Ekki misskilja stöðuna, mörg fyrirtæki standa mjög vel. Stjórnmálamenn reyna að hunsa gróðafíknina, en eins og þessi skýrsla sýnir er hagnaður stærstu fyrirtækjanna í Bretlandi nú 89%  hærri en fyrir heimsfaraldurinn.“

Það er athyglisvert að í Bretlandi standa vextir Seðlabankans 4,25% og hækkuðu um 0,25% meðan á Íslandi hækkuðu vextir um heilt prósentustig og standa nú í 7,5%. Það er ljóst að vaxtastigið er miklu hærra á Íslandi en í nágrannalöndunum og vakna því spurningar um hvað íslenski Seðlabankinn veit sem aðrir vita ekki.

Myndin er af Bailey benda á hvert vextirnir fara.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí