Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,05% í febrúar, vel umfram almennt verðlag sem hækkaði um 1,39%. Og langt umfram launavísitöluna, sem hækkaði um 0,4% í febrúar. Kjör leigjenda versnuðu því umtalsvert í þessum mánuði.
Að meðaltali er húsnæðiskostnaður leigjenda nálægt 45% af ráðstöfunartekjum á Íslandi. Þegar leigan hækkar umfram verðlag og langt umfram laun merkir það að kaupmáttur tekna leigjenda skerðast enn meira en fólks almennt.
Vísitalan lækkaði í janúar og kom það mörgum á óvart. Mikil hækkun núna sýnir að sú lækkun var svikalogn. Vísitala leiguverðs hefur hækkað um 2,7% á síðustu þremur mánuðum og um 6,4% síðustu sex mánuði. Það jafngildir um 13,1% hækkun á ársgrundvelli.
2,05% hækkun á einum mánuði sýnir ótrúlegan hraða á hækkunum, jafngildir 27,6% hækkun á ársgrundvelli.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward