Andstæðingur Bjarna Ben. kjörinn formaður Heimdallar

Júlíus Viggó Ólafsson var í kvöld kjörinn formaður Heimdallar, ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Júlíus studdi Guðlaug Þór Þórðarson í formannskosningu á landsfundi og sagði klíkuskap einkenna forystu flokksins undir formennsku Bjarna Benediktssonar.

„Fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli í of langan tíma. Staðan er sú að eini hægri flokkur landsins mælist nú með á milli 19-22% fylgi í skoðanakönnunum. Að horfast ekki í augu við þá staðreynd er að stinga hausnum í sandinn,“ skrifaði Júlíus í aðdraganda landsfundarins.

Hann sagði Bjarna Benediktsson hafa þjónað landi og þjóð vel sem fjármálaráðherra, en benti á að Sjálfstæðismenn væru ekki að kjósa sér fjármálaráðherra. „Við erum við að kjósa okkur formann sem getur leitt flokkinn áfram,“ skrifaði hann.

„Kjörorð Sjálfstæðisflokksins voru eitt sinn stétt með stétt og var fylgi hans þverskurður af samfélaginu, hlutfallslega jafn mikið meðal mismunandi hópa óháð samfélagsstöðu. Sú er ekki tíðin lengur,“ fullyrti Viggó.

„Samkvæmt mælingum hefur flokkurinn misst fylgi sitt meðal lágtekjufólks, sem er nú undir 15%, og meðaltekjufólks sem er hrunið í um það bil 20%, á meðan fylgið helst yfir 40% meðal tekjuhárra. Þróunin hefur átt sér stað með Bjarna Benediktsson við stýrið. Flokkurinn þarf að bæta ásýnd sína og það tekur tíma. Venjulegt fólk, sama inn í hvernig fjölskylduaðstæður það fæðist, á að geta fundið sig í sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisstefnan stuðlar að samfélagi byggt á frelsi, tækifærum og ábyrgð. Samfélagi þar sem allir geta náð langt. Það er að minnsta kosti. ástæðan fyrir því að ég skráði mig í flokkinn, vinn í grasrótinni og kýs Sjálfstæðisflokkinn.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí