Kristinn Hrafnsson varar við aukinni ritskoðun á Facebook

Fjölmiðlamaðurinn og ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson, vekur í dag athygli á og varar við aukinni ritskoðun á samfélagsmiðlum. Facebook hefur takmarkað útbreiðslu færslu Kristins sem fjallar um grein Seymour Hersh rannsóknarblaðamanns þar sem sem fram kemur að forseti Úkraínu hafi sópað til sín 400 milljónum dala af hernaðaraðstoð Bandaríkjamanna. Facebook segir að auki að greinin sé falsfrétt og vísar í Úkraínsk samtök að nafni  Stopfake.org sem hafa komist að þeirri niðurstöðu.

Kristinn segir að Facebook hafi að auki varað hann við að héldi hann áfram að deila „falsfréttum“ myndi það hafa afleiðingar: „Jafnframt fékk ég tilkynningu þess efnis að ef ég héldi uppteknum hætti og dreifði falsfréttum myndi Zuckerberg löggan gera mig minna sýnilegan á samfélagsmiðlinum eða grípa til róttækari aðgerða, jafnvel gera mig ósýnilegan með öllu.“

Samkvæmt heimildum Samstöðvarinnar hafda fleiri greinar Seymour Hersh verið merktar sem falsfréttir á Facebook og viðar og dreifing þeirra takmörkuð. Seymour Hersh er reyndur rannsóknarblaðamaður með áratuga reynslu af fjölmiðlum en hann er einna þekktastur fyrir umfjöllun sína um Víetnam stríðið og tengsl sín og heimildarmenn innan Bandaríska ríkisins sem hann leggur mikið upp úr að vernda. Þetta er aðeins nýjasta dæmið um aukna ritskoðun á samfélagsmiðlum þar sem einkaaðilar vinna með stórfyrirtækjum á borð við Facebook og Twitter við að ákveða hvaða upplýsingar almenningur á vesturlöndum hafi rétt á að hafa aðgang að.

Kristinn segir að þessi þróun ætti að gefa tilefni til að staldra við: „Ég bið fólk vinsamlegast um að hugsa vandlega um þessa stöðu (það er ef fólk fær yfirhöfuð tækifæri til að lesa þetta á þessum vettvangi Zuckerbergs). Vonandi sjá allir hættuna sem blasir við“.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí