Meðferðin á Gylfa Þór ríkisglæpur og breska réttarkerfið í ruslflokki

Fyrr í dag tilkynnti lögreglan í Manchester í Bretlandi að knatt­spyrnu­mað­ur­inn Gylfi Þór Sig­urðs­son yrði ekki ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. Hann er því laus allra mála en ljóst er að rannsókn málsins tók óeðlilega langan tíma. Gylfi var handtekinn vegna málsins í júní árið 2021.

Samkvæmt yfirlýsingu þá voru sönnunargögnin sem lágu fyrir ekki nægileg til að ná þeim þröskuldi sem settur er fram í reglum saksóknara. Málinu var því vísað frá.

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir á Facebook að þetta sé í sjálfu sér ríkisglæpur. Engin eðlileg ástæða geti útskýrt hve langan tíma það tók yfirvöld í Bretlandi að komast að þessari niðurstöðu. Kristinn þekkir vel skuggahlið réttarkerfisins í Bretlandi en hann hefur ítrekað lýst því yfir að Julian Assange sé pólitískur fangi og réttindi hans fótum troðin.

Kristinn skrifar um mál Gylfa: „Hef séð nægjanlega mikið af bresku réttarkerfi að geta sett það í ruslflokk. Að það taki nærri tvö ár að úrskurða að engar líkur séu á sakfellingu í máli sem getur ekki verið flókið rannsóknarefni, er forkastanlegur tími. Það er í sjálfu sér ríkisglæpur sem snýr bæði gegn meintum brotamanni og meintum brotaþola.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí