Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, segir að það sé til skoðunnar að selja lóðir til að bæta úr slæmri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Fundur með íbúum er fyrirhugaður á morgun. Hallarekstur sveitafélagsins tvöfaldaðist í COVID-inu.
RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Fjólu að þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokksins hafi tekið við eftir kosningar hafi blasað við að fjárhagsstaðan hafi ekki verið góð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt bæjarfélaginu næstum alfarið síðustu 13 ár. Hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins stýrði bæjarfélaginu frá 2010 til 2018. Á árunum 2018 til 2022 var meirihlutinn skipaður Samfylkingu, Framsókn, Áfram Árborg og Miðflokknum. Hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins tók svo aftur við ári 2022.
„En það sem kannski við gerðum okkur ekki grein fyrir var að þetta myndi snúast svona hratt til verri vegar út af ytri aðstæðum sem eru náttúrulega fleiri sveitarfélögum ekki góðar heldur. Við erum með verðtryggð lán og verðbólgan í hæstu hæðum. Auðvitað launahækkanir og almennar hækkanir og ýmislegt sem hefur verið að spila þar inn í. Frost á fasteignamarkaði og þar af leiðandi minnkandi tekjur,“ segir Fjóla við RÚV.