Ragnar Þór kannar hvar best er að efna til mótmæla

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagðist við Rauða borðið ætla á næstu dögum að boða til mótmæla gegn aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart verðbólgu og vaxtahækkunum Seðlabankans. Hann sagðist vonast til þess að forystufólk í verkalýðshreyfingunni myndu slást í hópinn, en hann ætlaði ekki að bíða eftir neinum.

Þetta kom fram í yfirferð um ástand efnahagsmála við Rauða borðið í gærkvöldi. Fyrst fór Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðingur í fjármálum yfir fjármálaáætlun og þá efnahagsstefnu stjórnvalda sem má lesa af henni. Eða stefnuleysi. Þá bættust í spjallið þeir Ragnar Þór og Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis. Og loks kom Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda að borðinu.

Þarna kom fram að verkalýðshreyfingin er í klemmu. Ríkisstjórnin sýnir ekkert frumkvæði, sýnir ekki á spilin eins og sagt er. Heldur þeim þétt að sér og ætlar að gera eins lítið og mögulegt er í tengslum við komandi kjarasamninga. Gallinn er hins vegar að ríkisstjórnin hefur svikið flest það sem hún hefur lofað. Til dæmis er mikið af því sem hún lofaði í tengslum við lífskjarasamningana 2019 enn óefnt. Verkalýðshreyfingin getur því ekki samið út á fleiri loforð. Ríkisstjórnin þarf því að koma með aðgerðir strax. Og til að knýja á þær segir Ragnar Þór að engin ráð séu önnur en að almenningur mæti í mótmæli og beiti stjórnvöld þrýstingi. Það er komið nóg, segir Ragnar Þór.

Og þar vísar hann óbeint til mótmæla í Bretlandi undir slagorðinu Enough is Enough. Þar eru settar fram fimm kröfur. Um hækkun raunlauna, lækkun orkureikninga, um afnám fátæktar, húsnæði fyrir alla og að hin ríku séu skattlögð til að fjármagna þessar aðgerðir.

Þórarinn Eyfjörð gagnrýndi líka aðgerðarleysi ríkisstjórnar harðlega, lýsti sérstakri furðu á framgöngu Vg sem virtist ekkert leggja til málana annað en orðagjálfur. Guðmundur Hrafn dró upp myndir af alvarleika fólks á leigumarkaði og hvernig opinberar stofnanir reyndu að fegra stöðuna og fela háskann.

Sjá má og heyra samtalið í spilarnum hér að ofan. Það er langt og ítarlegt, góð yfirferð yfir stöðu mála.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí