Ungir Sjálfstæðismenn hvetja unglinga til að ljúga um lögheimili 

„Páll Orri er að bjóða sig fram í formann Heimdallar

Kosið er á mánudaginn 3. apríl kl. 20:30 í Valhöll – hægt er að skrá sig í flokkinn á xd.is. Þarf að breyta lögheimili, tekur 1 mín, á skra.is

Breyta í þetta heimilisfang

Frakkastígur 8c hæð 4 íbúð 418

BESTI PARTURINN við að gera þetta einfalda concept. Beer á Skugga á föstudaginn!“

Svo hljóða skilaboð sem voru birt í Snapchat-hópi á vegum Páls Orra Pálssonar, sem berst um að verða formaður Heimdals, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Líkt og skilaboðin gefa til kynna þá er ýmsum ráðum beitt til að smala atkvæðum. Heimilisfang sem verið er að biðja fólk um flytja á heimilisfang Mikael Harðarssonar, bandamanns Páls Orra.

Hringbraut greinir frá þessu og segir heimildir fyrir því að margir í hópnum séu undir lögaldri. Aðalfundur Heimdals verður haldinn í kvöld og verður nýr formaður kosinn. Þar takast á fyrrnefndur Páll Orri og Júlíus Viggó Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí