Lára lýsir snargölnum leigumarkaði „Þetta er náttúrulega bara rugl.“

Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttakona á RUV, skrifar langan pistil á Facebook um hvers vegna hún sé að selja íbúðina sína og flytja þrátt fyrir að búa í eigin eignaríbúð.

„Snargalinn leigumarkaður er ástæða þess að ég er að flytja” segir Lára.

Lára var á leigumarkaði í samanlagt meira en 20 ár og þótti vont þegar lögum var breytt og leigan varð vísitölutengd. „Það gerðist fyrst hjá mér 2004. Í hverjum mánuði hækkaði leigan og engin leið var að sjá fyrir útgjöld fram í tímann”

Þá segir hún vont að þurfa að flytja aftur og aftur, sérstaklega með börn í skóla og leikskóla eins og hún var og þess vegna hafi þau látið sig hafa það að ekkert hafi verið hirt um eignina sem þau voru í, ekkert viðhald, engar lagfæringar og það sem bilaði var bara bilað nema þau leggðu sjálf út í kostnað við að laga það. „Við létum okkur hafa það vegna þess að þá fengum við að vera á sama stað í allnokkur ár.” segir Lára.

Hún segir þau hafa verið svo lásöm að geta skrapað saman fyrir útborgun í íbúð árið 2020 og við það hafi húsnæðiskostnaðurinn lækkað um ríflega 100 þúsund krónur á mánuði þegar allt var talið.

„Og ekki nóg með það heldur höfum við eignast í íbúðinni meira en okkur óraði fyrir vegna þess að fasteignaveð hækkar bara og hækkar.” segir Lára.

„Dóttir okkar sem er einstæð móðir með eitt barn er ekki svona lánsöm. Hún er á leigumarkaði og þarf nú að flytja. Leigusamningurinn er að renna út en hún hefur verið mjög heppin með leigusala og greitt sanngjarna leigu sem ekki var vísitölutengd.

Þegar hún svo fór að leita að nýjum stað til að búa á kom í ljós að það er ekki nokkur leið fyrir hana að finna íbúð á viðráðanlegu verði. Leiguverð er orðið svo gríðarlega hátt að það nær engri átt og er í engu samræmi við eitt né neitt.

Mjög margir leigusalar hækka leiguna um hver mánaðamót þrátt fyrir að eignarhluti þeirra í fasteigninni eykst bara og eykst vegna hækkunar á fasteignaveði.

Þá setur Lára fram reikningsdæmi máli sínu til stuðnings.

Slumpreikningsdæmi:

Einhver keypti íbúð 2019 á 45 milljónir. Viðkomandi greiðir hámark sirka 220þ á mánuði í óverðtryggt lán sitt. Minna ef lánið er verðtryggt. Leigusalar eru margir gjarnir á að rukka þá þessar 220þ krónur í leigu og ekki nóg með það heldur leggja þeir ofan á það kostnað vegna íbúðarinnar (fasteignagjöld og slíkt), viðhald og svo álag svona 10-20% (sumir meira). Það þýðir að leigan hjá viðkomandi er kannski 270-310 þúsund krónur á mánuði.

Íbúðin hefur líka hækkað mjög mikið í verði á þessum tíma og nú á viðkomandi (sem tók 80% lán og greiddi út 9 milljónir) 18 milljónir hið minnsta í eigninni. Líklega þó meira en það. Eignarhluti hans hefur því að minnsta kosti aukist um 9 milljónir í hreinan gróða.

Að auki hefur hann rukkað á þremur og hálfu ári, miðað við 280þ króna leigu, allt 11.700.000 krónur í leigu ef ekki meira, þar af í afborganir (ekki vexti) tæpar 4 milljónir!

Gróði uppá 9+4+1,26= 14.260.000 krónur á tímabilinu!

Jafnvel þótt leigusali myndi „aðeins“ rukka fyrir afborganir á láninu þá væri gróðinn samt himinhár eða í það minnsta 13 milljónir!

Þetta er náttúrulega bara rugl.“

Lára segir að við leit að íbúð fyrir dóttur þeirra hafi verið augljóst að leiguverð hafi verið komið út í algjöra steypu þar sem litlar kjallaraíbúðir hafi verið leigðar á 280-320þ krónur á mánuði. Það er galið. Ég leigði stóra fimm herbergja íbúð á 295þ krónur 2020!

Þau ákváðu á endanum að selja sína íbúð og kaupa minni íbúð með auka íbúð í kjallara fyrir dótturina og barnabarnið.

Lára endar færsluna á þessum orðum: „Því miður er of margt fólk sem er ekki svona lánsamt. Það getur ekki annað en leigt dýrum dómi af okrurum. Það þarf að breyta þessu og setja einhver bönd á þessar hækkanir. Þetta ástand er bara orðið algert helbert rugl og þvæla.”.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí