Fólk vill ekki einkavæða opinbera þjónustu

Nýfrjálshyggjan 25. maí 2023

Jan Willem Goudriaan, framkvæmdastjóri EPSU (Heildarsamtök stéttarfélaga opinberra starfsmanna í Evrópu) flutti ræðu á þingi ETUC (Heildarsamtök verkalýðsfélaga í Evrópu) í dag. Hann minnti þingið á að EPSU fagnar 45 ára afmæli samtakanna á þessu ári sem samanstendur af 45 ára baráttu fyrir réttindum og störfum opinbers starfsfólks í Evrópu. Hann sagði að EPSU vænti þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggi til nýjan ramma fyrir samninga aðila vinnumarkaðarins og að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins verði að halda áfram að styðja viðræður um opinbera vinnumarkaðinn.

„Við væntum þess líka að samningur sem gerður hefur verið um stafræna væðingu fyrir miðstjórn Evrópusambandsins sem samþykktur er af EPSU og öðrum aðilum vinnumarkaðarins verður að umbreytast í tilskipun. Samningurinn þarf að koma til framkvæmda með lögum. Framtíðarráðstefnan við öfluga opinbera þjónustu fyrir Evrópu nýtur mikils stuðning meðal borgaranna – fólk vill ekki einkavæða opinbera þjónustu og því mun baráttan gegn nýjum aðhaldsaðgerðum hægri stjórnmála skipta sköpum á næstu árum fyrir Evrópuríkin,“ sagði Jan.

Jan Willem sagði á þinginu að fólk vilji ekki skera niður opinbera þjónustu, vilji ekki einkavæða hana. Hann sagði að barist yrði gegn þessum áformum á vettvangi landanna og einnig að barist verði fyrir því einni röddu ETUC á vettvangi Evrópuráðsins; að lög verði sett til að verja grunnþjónustuna og störfin.

„Það mun skipta sköpum fyrir okkur að okkar tillögur til varnar opinberri þjónustu verði að lögum. Vakning launafólks í almannaþjónustu í Evrópu hefur átt sér stað. Við viljum meiri vakningu á fleiri stöðum. Í því felst styrkur okkar, að við sameinumst um alla Evrópu í kröfum okkar um stéttarfélagsréttindi, verkfallsréttindi opinbers starfsfólks og fjármögnun opinberrar þjónustu og innviðanna. Íbúar Evrópu vilja ekki að opinber þjónusta verði einkavædd, né að hún verði markaðsvædd. Slagurinn gegn markaðshyggjuöflum sem vilja skera niður og einkavæða opinbera þjónustu mun halda áfram á næstu árum. Að lokum vil ég óska eftir ykkar stuðningi vegna þess að í gær hófu opinberir starfsmenn í Finnlandi verkfall til að krefjast betri launa, betri aðbúnaðar og fleira starfsfólk. Það sama gerðist í morgun þegar opinberir starfsmenn í Rúmeníu hófu verkfall á sömu forsendum. Þetta er að gerast um alla Evrópu þessi misserin,“ sagði Jan Willem Goudriaan og hrópaði hvatningarorð í salnum til stuðningi verkfallsaðgerðum í Evrópu að lokum.



Frá þingi ETUC í Brussel í dag.

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí