„Að æðsti maður dóms og laga á Íslandi skuli endurtekið fara fram með þeim hætti sem Jón Gunnarsson gerir er alvarlegt. […] Stjórnunarhættir Jóns eiga ekkert skylt við þjónandi forystu, sem hann er þó kjörinn til. Framganga hans finnst mér siðlaus ef ekki bein misnotkun valds og því spurning hvort hún kallist bola- eða böðulsbrögð?“
Þessi skrif birtast á vef Vinstri græna og hljóta að teljast nokkuð afdráttarlaus fordæming á nánum samstarfsmanni flokksins. Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og frambjóðandi VG í síðustu sveitastjórnarkosningum, skrifar harðorða pistil um dómsmálaráðherra og kallar eftir því flokksmenn verði ekki slík flón að hlusta á Jón. Hann virðist gleyma því að Jón er ráðherra þökk sé VG.
En hvað er það sem kallar á þessa fordæmingu á Jón? Af nógu er að taka undanfarið hvað varðar umdeild verk Jóns. Dropinn sem fyllti mælinn er að Jóni vilji breyta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum, frekar byggja Fjarðaleið fremur en Fjarðarheiðargöng. Pétur skrifar:
„Vinna starfshóps, samþykktir SSA og miklar undirbúningsrannsóknir hafa skilað því að Fjarðarheiðargöng eru tilbúin til útboðs. Einmitt þá reynir sjálfur dómsmálaráðherra að koma í veg fyrir að göngin verði að veruleika. Það finnst mér bein aðför að mikilli vinnu til uppbyggingar á Austurlandi. Verum ekki þau flón að hlusta á Jón (þó það rími) og fresta þannig allri gangagerð á Austurlandi um mörg ár.“