Hlutdeild „einstaklinga með eina íbúð“ dregst saman um helming, eignafólk og lögaðilar sækja áMikið hefur verið rætt um eignarhald, fjölda og skráningu á íbúðum undanfarið. Þykja þær upplýsingar sem Sigurður Ingi Jóhannsson hefur nýlega veitt við fyrirspurnum á alþingi bera vott um fullkomna umpólun í eignarhaldi á húsnæði á undanförnum árum. Frá árinu 2006 hefur hlutdeild einstaklinga með eina íbúð á fasteignamarkaði dregist saman um rúmlega fimmtíu prósent. Á sama tíma hefur hlutdeild fjárfesta aukist um meira en hundrað prósent.

Stærsta skýringin á þessari umpólun í eignarhaldi skýrist vegna mikillar eignatilfærslu sem átti sér stað á árunum 2008-2016. Þá fækkaði íbúðum í eigu einstaklinga með eina íbúð um sjöhundruðu og tuttugu á sama tíma og ellefu þúsund og fimm hundruð íbúðir voru fullkláraðar. Hlutdeild fjárfesta var því umfram framleiðslu.

Skammgóður vermir
Hlutdeild einstaklinga með eina íbúð á fasteignamarkaði náði sér þó á strik á árunum 2019-2021 þar sem hún varð á milli sextíu og sjötíu prósent. Skýrist það fyrst og fremst af auknum fjölda ungs fólks sem var að flytja úr foreldrahúsum í séreign með ívilnum stjórnvalda. En það var skammgóður vermir því hlutdeild hópsins af kaupendum á fasteignamarkaði féll um fjörtíu prósent á milli áranna 2021 og 2022. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur hlutdeild þeirra fallið enn frekar eða um hundrað prósent og er núna tuttugu og eitt prósent, en hlutdeild lögaðila aukist gríðarlega það sem af er ári.

Fjárfestar hafa verið fyrirferðamiklir á húsnæðismarkaði undanfarna tvo áratugi. Sem dæmi þá var hlutdeild fjárfesta á húsnæðismarkaði þ.e. lögaðila og “einstaklinga með fleiri en eina íbúð” níutíu og þrjú prósent á árunum 2005-2015 og hlutdeild “einstaklinga með eina íbúð” aðeins sjö prósent. Áratuginn á undan þ.e. 1994-2004 var hinsvegar hlutdeild “einstaklinga með eina íbúð” alls sjötíu og fimm prósent og dróst því saman um níutíu prósent á árunum fyrir og eftir bankahrunið 2005-2015.

Séreignastefnan lögð niður
Mikið var lagt upp úr séreign á húsnæðismarkaði fyrir aldamótin, en nítíu og tvö prósent íbúða sem komu á markaðinn á árunum 1994-2000 fóru til einstaklinga með eina íbúð. Frá aldamótun og til ársins 2007 dróst hinsvegar hlutdeildin saman um sextíu prósent og var einungis þrjátíu og átta prósentá tímabilinu. Hlutdeildin dróst reglulega saman á uppgangsárunum fyrir hrun og varð til að mynda aðeins sautján prósent árið 2006.

Þróun undanfarinna sex ára minnir óþyrmilega á árin fyrir bankahrunið. Eftir að hlutdeild “einstaklinga með eina íbúð” hafði ná sér á strik árunum 2017-2021 fer hún aftur hríðlækkandi og á fyrstu tveimur mánuðum ársins er hún sú nægstlægsta í sögunni ef frá eru talin eignatilfærsluárin miklu 2008-2015.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí