Katrín heldur enn aðra ráðstefnu í sumar – Katrín, Bjarni og Willum messa um „velsæld“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, virðist ekki hafa fengið sig fullsadda af ráðstefnum. Nýlega hélt hún leiðtogaráðstefnu í Hörpunni, sem skilaði litlu og er talin hafa kostað að minnsta kosti tvo milljarða króna. Innan skamms, eða eftir rétt ríflega 20 daga, heldur Katrín aðra ráðstefnu í Hörpunni, nú um „velsæld, sjálfbærni og hagkerfi“.

Fjölmiðlakonan og fyrrverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins, Elín Hirst, var nýlega ráðin til starfa hjá forsætisráðuneytinu en verkefni hennar var að undirbúa fundaherferð. Elín skrifar á Facebook í gær:

„Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stendur fyrir  ráðstefnu í Hörpu 14.-15. júní 2023 til þess að skapa sjálfbæra velferð fyrir alla þurfum við að vinna saman á milli sviða, í samræmi við sjálfbæra þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SDG). Þess vegna stefnum við að því að skapa vettvang sem mun tengja saman fólk með mismunandi bakgrunn með það sameiginlega markmið að skapa sjálfbæra vellíðan.“

Á heimasíðu fundarins má sjá að Katrín er ekki eini ráðherran sem ætlar að messa um velsæld. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, heldur erindi en einnig Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra og Framsóknarmaður.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí