Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, virðist ekki hafa fengið sig fullsadda af ráðstefnum. Nýlega hélt hún leiðtogaráðstefnu í Hörpunni, sem skilaði litlu og er talin hafa kostað að minnsta kosti tvo milljarða króna. Innan skamms, eða eftir rétt ríflega 20 daga, heldur Katrín aðra ráðstefnu í Hörpunni, nú um „velsæld, sjálfbærni og hagkerfi“.
Fjölmiðlakonan og fyrrverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins, Elín Hirst, var nýlega ráðin til starfa hjá forsætisráðuneytinu en verkefni hennar var að undirbúa fundaherferð. Elín skrifar á Facebook í gær:
„Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu 14.-15. júní 2023 til þess að skapa sjálfbæra velferð fyrir alla þurfum við að vinna saman á milli sviða, í samræmi við sjálfbæra þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SDG). Þess vegna stefnum við að því að skapa vettvang sem mun tengja saman fólk með mismunandi bakgrunn með það sameiginlega markmið að skapa sjálfbæra vellíðan.“
Á heimasíðu fundarins má sjá að Katrín er ekki eini ráðherran sem ætlar að messa um velsæld. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, heldur erindi en einnig Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra og Framsóknarmaður.