Leiðtogar Evrópu mæta með mengunarský og fá einkaþotustæði á spottprís

Um 40 til 50 einkaþotur munu taka yfir Reykjavíkurflugvöll yfir þá daga sem leiðtogafundur Evrópuráðsins stendur yfir í borginni 16. og 17. maí n.k.

Framkvæmdastjóri Landverndar, Auður Önnu Magnúsardóttir, gagnrýnir harðlega í viðtali við RÚV í morgun að fólk í almannaþjónustu skuli leyfa sér að fljúga með einkaþotum þegar nóg framboð er af flugsætum.

Sé það gróft reiknað, með kolefnisreiknum á netinu, má áætla að kolefnaspor þessa þotuflota verði í það minnsta 700 til rúmlega þúsund tonn eða sambærilegt við kolefnisspor 150 til 200 fólksbíla yfir árið og vel yfir þúsund flugsæti með farþegaflugvél.

Auður segir að einkaþotur verða vinsælli með hverju árinu og hafi fjöldi þeirra í heiminum aldrei verið fleiri síðan árið 2007 og segir hún þetta vera grundvallarvanda í loftslagsmálum.

„Fólk sem vill borga fyrir svona lúxus, og getur mengað miklu meira en við hin, á að borga fyrir það. Og gjöldin eiga að vera gríðarlega há, það há raunar, að það fæli fólk frá að nýta þennan ferðamáta,“ segir Auður.

Þá er það staðreynd að það er margfalt ódýrara að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli heldur en á flugvöllum við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndunum og javnvel víðar. Það hefur jafnvel verið ódýrara á tímum að leggja einkaþota en hefðbundnu ökutæki.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí