„Fyrirtækin verið að vinna hörðum höndum að því að draga úr losun“

Í viðtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld héldu Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða, og Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, því fram að orkustefna Íslands og hugmyndir um nauðsyni þess að virkja meira vegna orkuskipta væru í raun skálkaskjól fyrirtækja til að komast hjá því að minnka losun. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins, svarar þessum ásökunum síðar í þætti kvöldsins.

„Ef við horfum á loftlagsmálin, þá snýst það um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þá eftir atvikum að fara í mótvægisaðgerðir þar sem ekki er hægt að ganga lengra í samdrættinum. Ef við horfum á Ísland, per se, þá getum við sagt það með nokkurri einföldun að losun gróðurhúsalofttegunda kemur úr tveimur áttum. Það er annars vegar í gegnum iðnaðarferla, sem sumir voru þróaðir á 19. öldinni. Dæmi um það er framleiðsla á áli og öðrum málmum. Hins vegar er mikil losun á Íslandi vegna bruna á jarðefnaeldsneyti, olíu, og það kemur til mikið vegna samganga, bílaflotinn og flugvélar,“ segir Sigurður og heldur áfram:

„Þegar það snýr að iðnaðinum þá er það þessi losun sem kemur frá iðnaðarferlunum. Þetta er svolítið tæknilegt, en Evrópa hefur sammælst um ákveðin kerfi, þannig að það er eitt kerfi sem snýr að stjórnvöldum í hverju landi, þar eru til dæmis samgöngur. Síðan er annað kerfi sem tekur sérstaklega utan um stóriðnað og framleiðslu málma. Þar eru innbyggðir hvatar til að draga úr losun og þar hafa fyrirtækin verið að vinna hörðum höndum að því að draga úr losun.“

Viðtalið við Sigurð má sjá og heyra í heild sinni við Rauða borðið í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí