Vistspor Íslendings það stærsta í heimi

Á morgun, 24. janúar, er merkilegur dagur í umhverfislegu tilliti fyrir okkur Íslendinga en ekki í jákvæðum skilningi. Þá fer Ísland á ,,yfirdrátt” miðað við önnur ríki. Til samanburðar má nefna að “Overshoot day” fyrir heiminn allan í fyrra var 1. ágúst. Þá höfðu íbúar jarðar tekið allt sem nam burðarþoli pláneturnnar í lífmassa, og allt eftir það var á ,,yfirskoti” hvað varðar neyslu á náttúrulegum auðlindum.

Stefán Jón Hafstein ræðir þessa staðreynd á Samstöðinni við Rauða borðið í kvöld. Samkvæmt vísindalegum útreikningum er vistspor Íslands með því allra stærsta á mann í heiminum og það mesta meðal sjálfstæðra ríkja. Færeyingar eru á svipuðum slóðum og við í þessu tilliti.

Mörg lönd sem við berum okkur saman við kalla á fjórar plánetur ef allir íbúar jarðarinnar lifðu eins og þau að sögn Stefáns Jóns.

„En ef allir lifðu eins og Íslendingar þyrfti nálægt sjö plánetum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí