Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, alþjóðlegar samtaka gegn spillingu flutti erindi um spillungu á Trúnaðarmannaráðsfundi Sameykis í gær.
Almenningur ekki ábyrgur fyrir spillingunni
„Transparency International var stofnað 1992 og hlutverk þeirra er að vinna að heilindum í stjórnsýslu og viðskiptum. Hluti af því að upplýsa um spillingu á Íslandi eru lög um verndun uppljóstrara. Hér á landi hefur enginn enginn hlotið dóm fyrir spillingu, hins vegar er algengt að fólk í valdastöðu misnotar stöðu sína í því skjóli; veiti börnum sínum, vinum og ættingjum stöðu, hylmi yfir upplýsingar sem kemur þeim og kollegum þeirra illa o.s.frv. Spilling birtist líka í því þegar aðferðum er beitt til að grafa undan samfélaginu. Það er þekkt að Ísland flytur út spillingu og það er auðveldara að gera það þegar regluverk er veik. Ekki er hægt að skella skuldinni á að almenningur sé meðsekur og að við séum öll meðsek í spillingu hér á landi sem gjarnan er reynt að halda fram í almennri umræðu. Ísland er hefðbundið land í þegar rætt er um spillingu, því hér er hægt að stunda peningaþvott í gegnum veikt regluverk. Samherjamálið svokallaða er dæmi um útflutta spillingu þar sem stjórnvöld brugðust fullkomlega og sitja enn aðgerðarlaus hjá,“ sagði Atli Þór Fanndal.
Vernd uppljóstrara
„2021 tóku gildi lög um verndum uppljóstrara. Þau lög eiga að koma í veg fyrir hefndaraðgerðir gegn uppljóstrurum. Vegna smæðarinnar hér er frekar ömurlegt hlutskipti að vera uppljóstrari í okkar litla samfélagi. Vegna eðli uppljóstrara, þar sem þeir eru oftast þátttakendur, þá hefjast ætið herferðir til að gera lítið úr uppljóstranum. Þá er líf uppljóstrarans og starfsferill undir. Því er ljóst að tryggja þarf stöðu uppljóstrara, einhverskonar vernd og stuðning. Í þessu sambandi skiptir miklu máli að almenningur styðji við uppljóstrun. Stéttarfélögin skiptir einnig mjög miklu máli í því að stuðla að upplýstri umræðu,“ sagði Atli Þór Fanndal og bætti við að hann vonaði eftir enn frekari umræðu í samfélaginu um spillingu.
„Svo virðist vera að spillingin í kringum Samherjamálinu sé of stórt fyrir íslensk stjórnvöld að ráða við, auk þess sem takmarkaður vilji er hjá þeim í ljósi þess að búið er að veikja styrk eftirlits með skattaundanskotum hér á landi.“ Atli Þór sagði að sjónarmið samtakanna hafi fengið ágæta athygli fjölmiðlum og á málflutning samtakanna sé hlustað. Hann sagði að fjölmiðlar hér á landi hafi veikst stórkostlega en vilji ríkisstjórnarinnar sé ekki fyrir hendi að hafa þá sterka sem er vísbending um spillingu.
Ótrúlegir loftfimleikar í Lindarhvolsmálinu
Spurður um leyndina sem hvílir yfir Lindahvolsmálinu og að stjórnarliðar berjist fyrir því að ekki komist upp um efni hennar svaraði Atli Þór að Lindarhvolsmálið sé orðið þriggja ára gamalt og snýst um eina stærstu einkavæðingu síðari ára.
„Í skýrslunni er bent á stórar brotalamir í einkavæðingunni og það er makalaust að sjá stjórnmálamenn leika ótrúlega loftfimleika í að halda leyndri sölu ríkiseigna upp á 400 milljarða króna. Ef einhver þekkir efni skýrslunnar hvet ég þann til að gefa sig fram, við hjálpum viðkomandi í því, vegna þess að almenningur á skýlausan rétt til að vita um efni skýrslunnar. Svo virðist sem við sem þjóð erum mát í þessu máli,“ sagði Atli Þór að lokum.
Frétt af vef Sameykis.