Meiri hagvöxtur og meiri verðbólga

Seðlabanki 24. maí 2023

Endurskoðuð þjóðhagsspá Seðlabankans gerir ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári en áður var spáð. Og meiri verðbólgu. Þar sem flest allir kjarasamningar eru bundnir og óverðtryggðir merkir þetta að kaupmáttur mun veikjast meira en spáð var en hagur fyrirtækjaeigenda vænkast. Hagvöxtur merkir meiri velta á sama tíma og laun eru föst. Sneið fjármagns- og fyrirtækjaeigenda af kökunni mun stækka en hlutur launafólks minnka.

Í Peningamálum Seðlabankans segir að þó hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum hafi gefið eftir undanfarið þá hafi hann reynst þróttmeiri en gert var ráð fyrir í febrúarspá Peningamála. Hagvaxtarhorfur fyrir þetta ár hafi því heldur batnað. Áfram er þó gert ráð fyrir slökum hagvexti í ár og á næsta ári eða um 1% að meðaltali á ári. Alþjóðleg verðbólga hefur hjaðnað en undirliggjandi verðbólga er áfram mikil sem bendir til þess að enn sé nokkuð í land að koma mældri verðbólgu niður í markmið.

Hagvöxtur hér á landi mældist 6,4% í fyrra sem er mesti hagvöxtur sem mælst hefur síðan árið 2007. Seðlabankinn segir höxturinn drifinn áfram af miklum vexti innlendrar eftirspurnar, sérstaklega einkaneyslu sem jókst um 8,6% milli ára. „Hagvöxtur var þó heldur minni en gert var ráð fyrir í febrúarspá bankans sem endurspeglar óhagstæðari utanríkisviðskipti og áhrif breyttrar með- höndlunar Hagstofu Íslands á hugverkum í lyfjaiðnaði en á móti vó meiri vöxtur innlendrar eftirspurnar,“ segir í Peningamálum.

„Svo virðist sem hagvöxtur á fyrsta fjórðungi þessa árs hafi verið töluvert meiri en spáð var í febrúar og því er útlit fyrir að hann verði meiri á árinu í heild. Nú er spáð 4,8% hag- vexti á árinu í stað 2,6% í febrúar. Þar vega horfur á meiri vexti innlendrar eftirspurnar þungt en einnig betri horfur í ferðaþjónustu og áhrif fyrrnefndrar aðferðafræðibreytingar Hagstofunnar. Hagvaxtarhorfur fyrir næstu tvö ár eru hins vegar svipaðar og í febrúar.“

Bankinn segir að áfram sdé töluverð spenna á vinnumarkaði en talið er að hægja muni á fjölgun starfa, atvinnuleysi aukist og spennan í þjóðarbúinu minnki þegar líður á spátímann

Verðbólga jókst áfram í febrúar og mældist 10,2% og hafði ekki verið meiri síðan haustið 2009. Hún hefur síðan hjaðnað lítillega á ný og var 9,9% í apríl. Verðbólga án húsnæðisliðar hefur aukist frá ársbyrjun og var 8,7% í apríl. Undirliggjandi verðbólga hefur að sama skapi aukist og miklar verðhækkanir mælast í æ stærri hluta neyslukörfunnar.

„Þótt hjöðnun alþjóðlegrar verðbólgu vegi á móti er innlendur verðbólguþrýstingur mikill og meiri en gert var ráð fyrir í febrúarspá bankans,“ segir í Peningamálum. „Horfur eru því á að verðbólga verði meiri í ár og á næsta ári en þá var spáð. Þar vegur lakari upphafsstaða í byrjun spátímans þungt en einnig að horfur eru á meiri spennu í þjóðarbúinu í ár þótt hærra gengi krónunnar vegi á móti. Samkvæmt spánni verður verðbólga yfir 8% út þetta ár, fer ekki undir 4% fyrr en seint á næsta ári og verður ekki komin undir 3% fyrr en líða tekur á árið 2026.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí