Píratar vilja takmarka umræðu á Netinu

Stjórnmál 4. maí 2023

Píratar halda fund í Huldustofu Bókasafns Kópavogs í dag klukkan fimm til að ræða framtíðarfyrirkomulag umræðuvettvangs Pírata á samfélagsmiðlum. Af fundarboðinu má ætla að markmiðið sé að ritskoða Pírataspjallið enn frekar eða loka því.

Í fundarboðinu segir að Píratar hafi á sínum tíma verið afar framarlega í umræðu á samfélagsmiðlum en upp á síðkastið hafi umræðan verið nokkuð dreifð en lítil umræða fólks sem hefur áhuga á Pírötum hefur farið fram á Pírataspjallinu.

Pírataspjallið var lengi stærsti íslenski umræðuhópurinn á Facebook um pólitík og samfélagsmál, en aðgengi að því var þrengt fyrir fáeinum misserum. Í dag er Umræðuhópur Sósíalistaflokksins stærsti og virkasti pólitíski spjallhópurinn. Aðrir flokkar halda ekki úti svona opnum hópum og hafa meira að segja lagt niður lokaða hópa fyrir flokksfólk að undanförnu, t.d. Samfylkingin.

„Umræður hafa þar oft byggt á misskilningi og jafnvel ósannindum um Pírata,“ segir í fundarboðinu um Pírataspjallið. „Nýlega hefur færst í aukana að þar fari fram umræða sem ekki er í samræmi við söguskoðun líkt og að hafna því að Holodomor hafi verið hópmorð. Fyrir ekki svo löngu voru gerðar gagngerar breytingar á spjallinu en nú þarf að ræða hvort gera þurfi frekari breytingar, eins og að setja markmið og leiðarljós um umræðu sem þar fari fram og jafnvel að loka spjallinu sé það ekki að stuðla að upplýstri umræðu,“ segir í fundarboðinu.

Af þessu má ráða að Píratar vilji koma í veg fyrir að fólk geti lagt skoðanir eða afstöðu í spjallið sem flokknum líkar ekki við eða er andsnúinn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí