Kallar eftir betri leiðum til að hjálpa fólki í sjálfsvígshættu en að handtaka það

Ríkislögreglustjóri segir að eins og staðan sé í dag skorti nauðsynlega „betri verkfæri og verkferla til að hjálpa einstaklingum í bráðri sjálfsvígshættu en frelsissviptingu lögreglu“. Embættið segir enga samræmda, þverfagleg framkvæmd eða þjónusta við einstaklinga í sjálfsvígshættu til staðar af hálfu heilbrigðisþjónustu.

Þetta kemur fram í umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismáium 2023- 2027. Í umsögninni kemur fram að lögreglan þurfi mjög oft að hafa afskipti af fólki sem glímir við sjálfsvígshugsanir. Lögreglan þarf mörgum sinnum hvern einasta dag að sinna slíkum málum. Á árunum 2018 til 2020 voru skráð að jafnaði 447 tilkynningar á ári vegna gruns um sjálfsvígshættu í málaskrá lögreglunnar, samkvæmt umsögninni. Allar líkur eru á því að slíkum tilkynningum hafi fjölgað allra síðustu ár, frekar en þeim hafi fækkað.

Í umsögninni er útskýrt hvernig lögreglan bregst við slíkum tilkynningum í dag. „Ef einstaklingur er metinn í bráðri sjálfsvígshættu hefur lögregla heimild til að tryggja öryggi hans (og eftir atvikum annarra) með frelsissviptingu. I kjölfarið óskar lögregla eftir læknisskoðun á bráðadeild, þaðan sem viðkomandi er stundum fluttur á geðdeild, samkvæmt ákvörðun læknis. Engar aðrar valdheimildir eru til staðar,“ segir í umsögninni.

Lögreglan segir nauðsynlegt að hún hafi aðrar leiðir til að bregðast við málum sem þessum án þess að freslsissvipta fólkið. „Eins og staðan er í dag skortir nauðsvnlega betri verkfæri og verkferla til að hjálpa einstaklingum Í bráðri siálfsvígshættu en frelsissviptingu lögreglu. Engin samræmd, þverfagleg framkvæmd eða þjónusta við einstaklinga í sjálfsvígshættu er til staðar af hálfn heilbrigðisþjónustu, sveitarfélaga og lögreglu á landsvísu. Þá er þjónustuframboð mismunandi, sveitarfélög misjafnlega burðug til að styðja við einstaklinga með alvarlegan geðvanda og getur reynst mjög flókið fyrir einstaklinga í sjálfsvígshættu að nálgast þá þjónustu sem þeir þurfa.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí