Ríkislögreglustjóri segir að eins og staðan sé í dag skorti nauðsynlega „betri verkfæri og verkferla til að hjálpa einstaklingum í bráðri sjálfsvígshættu en frelsissviptingu lögreglu“. Embættið segir enga samræmda, þverfagleg framkvæmd eða þjónusta við einstaklinga í sjálfsvígshættu til staðar af hálfu heilbrigðisþjónustu.
Þetta kemur fram í umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismáium 2023- 2027. Í umsögninni kemur fram að lögreglan þurfi mjög oft að hafa afskipti af fólki sem glímir við sjálfsvígshugsanir. Lögreglan þarf mörgum sinnum hvern einasta dag að sinna slíkum málum. Á árunum 2018 til 2020 voru skráð að jafnaði 447 tilkynningar á ári vegna gruns um sjálfsvígshættu í málaskrá lögreglunnar, samkvæmt umsögninni. Allar líkur eru á því að slíkum tilkynningum hafi fjölgað allra síðustu ár, frekar en þeim hafi fækkað.
Í umsögninni er útskýrt hvernig lögreglan bregst við slíkum tilkynningum í dag. „Ef einstaklingur er metinn í bráðri sjálfsvígshættu hefur lögregla heimild til að tryggja öryggi hans (og eftir atvikum annarra) með frelsissviptingu. I kjölfarið óskar lögregla eftir læknisskoðun á bráðadeild, þaðan sem viðkomandi er stundum fluttur á geðdeild, samkvæmt ákvörðun læknis. Engar aðrar valdheimildir eru til staðar,“ segir í umsögninni.
Lögreglan segir nauðsynlegt að hún hafi aðrar leiðir til að bregðast við málum sem þessum án þess að freslsissvipta fólkið. „Eins og staðan er í dag skortir nauðsvnlega betri verkfæri og verkferla til að hjálpa einstaklingum Í bráðri siálfsvígshættu en frelsissviptingu lögreglu. Engin samræmd, þverfagleg framkvæmd eða þjónusta við einstaklinga í sjálfsvígshættu er til staðar af hálfn heilbrigðisþjónustu, sveitarfélaga og lögreglu á landsvísu. Þá er þjónustuframboð mismunandi, sveitarfélög misjafnlega burðug til að styðja við einstaklinga með alvarlegan geðvanda og getur reynst mjög flókið fyrir einstaklinga í sjálfsvígshættu að nálgast þá þjónustu sem þeir þurfa.“