Ríkisstjórn Makedóníu fær kynningu á Leigureikni Leigjendasamtakanna

Leigjendasamtökin í Makedóníu, ásamt ungliðahreyfingu stærsta stjórnaflokksins, alþjóðasamtökum leigjenda og Friedrich Ebert stofnuninni mæltu fyrir því við ráðherra efnahagsmála og staðgengil forsætisráðherra að tekin yrði upp opinber Leigureiknir fyrir leigumarkaðinn í Makedóníu. Leigureiknirinn er byggður á Leigureikni Leigjendasamtakanna sem var gefin út í ársbyrjun 2022. Fundurinn sem var haldin í stjórnarráðinu var sóttur af fulltrúum nokurra sendiráða, félagasamtaka og opinberra stofnana.

Formaður íslensku leigjendasamtakanna sat fundinn og flutti framsögu um mikilvægi þess að tryggja jafna samningsstöðu leigjenda með því að setja fram opinber viðmiðunarverð. Það eitt myndi auka á vitund leigjenda og gagnsæi í verðmyndun á leigumarkaði. Slík ráðstöfun myndi styrkja samningsstöðu leigjenda og framkalla svipuð áhrif og leigubremsa án þess þó að um slíkt yrði settar reglur.

Leigureiknirinn byggir á tölum um raunkostnað við rekstur leiguíbúða ásamt rauntölum um fjölda leigusamninga og þróun leiguverðs. Íslensku leigjendasamtökin og ráðgjafi þeirra hafa verið hönnunarteymi Leigureiknisins innan handar undanfarna mánuði og er vinnu við hann lokið.

Tóku fulltrúar ríkisstjórnar Makedóníu vel í hugmyndina og var frumkvæðið lofað. Talaði staðgengill forsætisráðherra um mikilvægi þess að tryggja stöðu leigjenda í landinu og opinber Leigureiknir gæti verið mikilvægt skref í þá átt.

Staða Leigjenda í Makedóníu er slæm, eins og hjá leigjendum víða. Húsnæðismál hafa verið í ólestri í landinu undanfarin 20 ár. Mikið er um autt húsnæði í landinu og ekki síst í höfuðborginni Skopje, en þar eru um 300.000 íbúðir tómar. Þrátt fyrir það hefur húsaleiga hækkað mikið og er orðinn um það bil 50% af lágmarkslaunum. Það hefur ýtt undir flótta ungs fólks úr landinu og laskað lýðfræðilega þróun þeirra sem eru um kjurrt.

Ungt fólk þarf að búa í síauknum mæli í foreldrahúsum eða í sambýli með öðrum langt fram eftir aldri. Samkvæmt fulltrúa alþjóðasamtaka leigjenda hefur það mjög slæm efnahagsleg áhrif, því fólk sem fær tækifæri á að skapa sér heimili í öryggi er líklegra til að leggja meira á sig, er vinnusamara, heilbrigðara og skapar meiri verðmæti.

Leigjendasamtökin í Makedóníu eru ung samtök sem hlotið hafa mikinn velvilja og stuðning í samfélaginu. Fátækt á meðal leigjenda er útbreidd í landinu og vilja stjórnvöld draga úr henni með öllum ráðum. Fátækt á meðal leigjenda er fyrst og fremst komin til vegna of hárrar húsaleigu mikið frekar en vegna verðlags eða lágra launa.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí