Skert þjónusta hjá yfir 60 leikskólum vegna verkfalla

Verkalýðsmál 30. maí 2023

Þriðja vika verkfallsaðgerða BSRB hefst á morgun en lítið hefur þokast í kjaradeilu bandalagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Um Hvítasunnuhelgina lögðu félagsmenn Kjalar, aðildarfélags BSRB, niður störf í tuttugu sundlaugum og íþróttamiðstöðvum í átta sveitarfélögum. Félagsfólk Kjalar krefst jafnréttis og aðgerða af hálfu sveitarstjórna í yfirlýsingu sem það sendi frá sér í morgun.

Á morgun, þriðjudag, bætast fleiri leikskólastarfsmenn við þann hóp sem þegar hefur lagt niður störf og mun áhrifa verkfallanna gæta í yfir 60 leikskólum og leikskóladeildum grunnskóla ellefu sveitarfélaga. Um 900 leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf.

Félagsmenn hafa þegar samþykkt frekari verkföll í atkvæðagreiðslum og að óbreyttu verður stígandi á verkfallsaðgerðum BSRB frá 5 júní samkvæmt aðgerðaráætlun BSRB. Náist ekki að semja munu verkföllin samtals ná til að minnsta kosti 2500 starfsmanna í 29 sveitarfélögum.

Frétt af vef BSRB.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí