Þjóðverjar hætta við verkfall eftir að hafa fengið kröfu sína samþykkta

Heimspólitíkin 16. maí 2023

Um helgina fékk þýskt verkalýðsfélag kröfu sína um hækkun lágmarkslauna samþykkta og hætti við fyrirhugað tveggja daga verkfall. Félagið, EVG, stendur fyrir rúmlega 200.000 manns sem vinna í lestarkerfum Þýskalands.

AP fréttastofan greinir frá þessu. Félagið hafði sagt að þau myndu leggja niður störf í 50 tíma ef frá sunnudegi til seint á þriðjudag ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. Lestarfyrirtækið Deutsche Bahn sagði að það hefði haft áhrif á öll lengri ferðalög yfir þann tíma og varaði einnig við því að flest lestarkerfi í héröðum Þýskalands yrði ekki starfshæf. Fyrirtækið varð við kröfu verkalýðsfélagsins um hækkun lágmarkslauna upp í 12 evrur á klukkutíma og sóttist eftir dómsúrskurði ef verkalýðsfélagið ætlaði ekki að hætta við verkföll. Verkalýðsfélagið gaf eftir en viðræður um önnur atriði halda áfram.

EVG hafði farið fram á 12 prósent hækkun launa en fyrirtækið bauð 10 prósent fyrir flest laun en 8 prósent fyrir þau hæstu. Verkalýðsfélagið vill samning sem gildir í eitt ár en fyrirtækið lagði til 27 mánuði.

Verkfallið, sem hafði haft áhrif á mikinn fjölda annarra lestarfyrirtækja og flutningafyrirtækja líka, hefði orðið eitt það stærsta á síðustu árum, í kjölfarið á stórum verkfallsaðgerðum í apríl.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí