Ótrúlega hátt hlutfall lífeyrisþega eru sagðir hafa fengið ofgreitt Tryggingastofnun í fyrra. Um 74 prósent þeirra, um 49 þúsund manns, skulda nú, að meðaltali, um 164 þúsund krónur.
Þetta kemur fram á vef Tryggingastofunar. Það má segja að ótrúlega fáir hafi fengið rétt greitt frá stofnunni því ofan á þessi 74 prósent koma önnur 17 prósent sem fengu of lítið. Lífeyrisþegar sem eiga inneign eiga að meðaltali rúmlega 215 þúsund krónur. Þetta þýðir að einungis 9 prósent allra lífeyrisþega fengu rétta upphæð.
Tryggingastofnun útskýrir þetta misræmi svo: „Greiðslur frá Tryggingastofnun byggja á tekjuáætlunum lífeyrisþega, þ.e. hvað þeir telja að þeir muni hafa í tekjur á komandi ári. Endurreikningurinn byggir á tekjuupplýsingum úr staðfestum skattframtölum fyrir árið 2022. Þessi samanburður leiðir í ljós hvort lífeyrisþegi hafi fengið greitt í samræmi við réttindi sín, eða hvort frávik valdi því að einstaklingur hafi fengið van- eða ofgreitt á árinu.“