Um 49 þúsund manns sögð hafa fengið of mikið frá Tryggingastofnun

Ótrúlega hátt hlutfall lífeyrisþega eru sagðir hafa fengið ofgreitt Tryggingastofnun í fyrra. Um 74 prósent þeirra, um 49 þúsund manns, skulda nú, að meðaltali, um 164 þúsund krónur.

Þetta kemur fram á vef Tryggingastofunar. Það má segja að ótrúlega fáir hafi fengið rétt greitt frá stofnunni því ofan á þessi 74 prósent koma önnur 17 prósent sem fengu of lítið. Lífeyrisþegar sem eiga inneign eiga að meðaltali rúmlega 215 þúsund krónur. Þetta þýðir að einungis 9 prósent allra lífeyrisþega fengu rétta upphæð.

Tryggingastofnun útskýrir þetta misræmi svo: „Greiðslur frá Tryggingastofnun  byggja á tekjuáætlunum lífeyrisþega,  þ.e. hvað þeir telja að þeir muni hafa í tekjur á komandi ári. Endurreikningurinn  byggir á tekjuupplýsingum úr staðfestum skattframtölum fyrir árið 2022. Þessi samanburður leiðir í ljós hvort lífeyrisþegi hafi fengið greitt í samræmi við réttindi sín, eða hvort frávik valdi því að einstaklingur hafi fengið van-  eða ofgreitt á árinu.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí