Úrsögn úr SGS samþykkt með miklum meirihluta

Eflingarfélagar samþykktu úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandi Íslands með tæplega 70% greiddra atkvæða í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Mun því félagið segja sig úr SGS og þar með öðlast beina aðild að Alþýðusambandi Íslands.

Atkvæði féllu svo:

  • 733 félagar greiddu atkvæði með úrsögn, eða 69,74% þeirra sem greiddu atkvæði.
  • 292 félagar greiddu atkvæði gegn úrsögn, eða 27,78% þeirra sem greiddu atkvæði.
  • 26 kusu að taka ekki afstöðu, eða um 2,47% þeirra sem greiddu atkvæði.
  • Á kjörskrá voru 20.905. Af þeim greiddu 1,051 atkvæði eða 5,03%.

Tvo þriðju greiddra atkvæða þurfti til að samþykkja úrsögn samkvæmt lögum SGS.

„Ég tel það rétta ákvörðun hjá félagsfólki að kjósa að verja ekki háum upphæðum í árleg gjöld til Starfsgreinasambandsins, sem eins og fram hefur komið veitir Eflingu enga þjónustu. Ég fagna því líka að félagsfólk hafi stutt afstöðu forystu félagsins í málinu,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

Sjá má skýrslu um úrslit kosninganna ásamt skífuritum frá umsjónaraðila atkvæðagreiðslunnar í PDF skjali hér.

Frétt af vef Eflingar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí