Vinsælar sundlaugar í lamasessi um helgina

Verkalýðsmál 26. maí 2023

Enn færist þungi í verkföll BSRB. Þar sem ekki hefur náðst að semja bætist starfsfólk sundlauga og íþróttamiðstöðva á Vestur-, Norður-, og Austurlandi við hópinn sem þegar hefur lagt niður störf. Um helgina verður fjöldi þeirra sem taka þátt í verkfallsaðgerðum BSRB því orðinn í kringum 1700 og sveitarfélögin orðin átján sem áhrifa gætir.

Skæruverkföll verða hjá starfsfólki vinsælla sundlauga ogíþróttamiðstöðva, til að mynda í Borgarbyggð og á Akureyri, og munu þær að öllum líkindum loka dyrum sínum fyrir gestum um Hvítasunnuhelgina. Ef samningar nást ekki fyrir 5. júní bætast við sundlaugar og íþróttamiðstöðvar í enn fleiri sveitarfélögum allt þar til samningar nást.

Starfsfólk eftirfarandi sundlauga og íþróttamannvirkja leggur niður störf um Hvítasunnuhelgina:


Akureyrarbær

 • Sundlaug Akureyrar
 • Sundlaug Glerárskóla (Íþróttamiðstöð Glerárskóla)
 • Íþróttamiðstöðin í Hrísey, sundlaug og líkamsrækt

Dalvíkurbyggð

 • Íþróttamiðstöð – Sundlaug Dalvíkur

Fjallabyggð

 • Sundlaugin í Ólafsfirði og íþróttamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði
 • Sundhöllin á Siglufirði og íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði

Skagafjörður

 • Sundlaugin í Varmahlíð og Íþróttahúsið Varmahlíð
 • Sundlaug Sauðárkróks við Skagfirðingabraut og Íþróttahús Sauðárkróks
 • Sundlaugin á Hofsósi

Fjarðabyggð

 • Stefánslaug Neskaupstað

Borgarbyggð

 • Sundlaugin og íþróttamiðstöðin Borgarnesi

Snæfellsbær

 • Sundlaug Snæfellsbæjar
 • Íþróttahús Snæfellsbæjar

Vesturbyggð

 • Brattahlíð, sundlaug Patreksfirði

Frétt af vef BSRB.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí