Allt sem við töldum okkur vita um heimshagkerfið er rangt samkvæmt The New York Times

Svo hljóðar titillinn á grein í The New York Times frá 18.júní: „Hvers vegna svo virðist sem að allt sem við töldum okkur vita um heimshagkerfið sé ekki satt” (Why it Seems Everything We Knew About the Global Economy is No Longer True)

Greinin er skrifuð af Patricia Cohen, margverðlaunuðum blaðamanni The New York Times um efnahagsmál. Þar fer hún um víðan völl í ástandi heimshagkerfisins, en hún heldur því í stuttu máli fram að á meðan að allir voru að fylgjast með Covid, Kína og stríðinu í Úkraínu, misstum við sjónar á leiðinni til meiri velferðar. 

Eins og Cohen segir sjálf í greininni:

„Þær efnahagslegu kreddur, sem stjórnmálamenn hafa reitt sig á síðan að Berlínarmúrinn féll fyrir rúmlega 30 árum síðan – þessi ofurtrú á frjálsa markaði, frjáls viðskipti og allra mestu hagkvæmni – hafa keyrt út af sporinu.“ 

Í greininni fer hún yfir nokkrar af þeim sláandi uppgötvunum, sem runnið hafa upp fyrir meirihluta almennings í gegnum atburði síðustu ára.

Sem dæmi nefnir hún hvernig hin taumlausa hnattvæðing, sem leitaðist endalaust eftir minni kostnaði fyrir alþjóðleg fyrirtæki, leiddi til algjörs niðurbrots þegar kom að því að sjá heilbrigðisstarfsfólki fyrir nauðsynlegum hlutum eins og grímum og hönskum í Covid krísunni. Vill hún meina að ekki sé hægt að trúa þessari hnattvæðingarkreddu lengur, eftir þennan gríðarlega skandal.

Hún ræðir hvernig hugmyndin um að milliríkja viðskipti og efnahagsleg aðlögun annarra landa að efnahagsskipan Vesturlanda myndi ávallt leiða til farsællar niðurstöðu fyrir alla hafi beðið algjörs skipbrots þegar Rússland gerði innrás í Úkraínu. Hún ræðir einnig vaxandi spennuna milli Bandaríkjanna og Kína, sem dæmi um hvernig þessi hugmynd eigi sér enga stoð í raunveruleikanum lengur. 

Cohen ræðir einnig veðrið undanfarið, og bendir í því samhengi á að ósýnileg hönd markaðarins heldur svo sannarlega engum hlífiskildi yfir plánetunni.

Vísar hún svo í aðrar, enn eldri, kreddur sem hún telur varpa betri ljósi á ástandið: þeirra sem rætur eiga að rekja til Marx um eyðileggingarmátt kapítalismans, ræningjaeðli heimsvaldastefnunnar sem er hans nauðsynlegur fylgifiskur, og gígantíska ójöfnuðinn sem helst svo í hendur við þetta tvennt – ekki síst í samfélögum Vesturlanda.  

Að lokum segir hún: 

„Þrátt fyrir að þessi síðasta kredda hagfræðinnar hafi runnið sitt skeið, og allir flýja nú frá henni, þá er engan veginn ljóst hvað skal koma í staðinn. Einhvers konar spuni virðist vera planið. Það eina sem hægt er að vita fyrir víst í dag er að leiðin til velferðar og ábyrgðafullrar ákvörðunartöku stjórnmálanna er okkur langt úr greipum.“  

Greinina má lesa hér: Why It Seems Everything We Knew About the Global Economy Is No Longer True

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí