Alvarleg hitabylgja í Bandaríkjunum

Stórir hlutar af Suður-Bandaríkjunum glíma núna við gríðarlega hitabylgju. Í gær náði hitastigið allt upp undir 46 gráðum á sumum svæðum.

Gefnar hafa út viðvaranir til íbúa á svæðum sem ná frá Arizona, í Suð-vestur Bandaríkjunum til Alabama í Suð-austrinu. Versti hitinn er þó í Mið- og Suður Texas, samkvæmt veðurmála yfirvöldum þar í landi.

Er um nokkuð óvenjulega hitabylgju að ræða, samkvæmt þarlendum yfirvöldum og vísindamönnum, þar sem að þessi er líkleg til þess að vara í þónokkurn tíma, byrjar mjög snemma á sumartímabilinu, ásamt því að hitinn er að ná mestu hæðum á næturnar. Eitthvað sem er, eins og áður segir, verulega óvenjulegt.

Er um virkilega hættulegt hitastig að ræða, og fólk er hvatt til að halda sig innandyra þar sem það kemst í loftræstingu. Notkun loftræstikerfa hefur þó á sama tíma fengið mikið á orkukerfið í Texas og því er fólki þar á sama tíma ráðlagt að spara notkun loftræstingar, svo kerfið ráði við álagið.

Samkvæmt vísindamönnum, sem hafa verið í viðtölum í hinum ýmsu fréttamiðlum líkt og The Guardian, þá stafar þessi lífshættulega hitabylgja af loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Sjá grein The Guardian hér: Current heatwave across US south made five times more likely by climate crisis

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí