Stórir hlutar af Suður-Bandaríkjunum glíma núna við gríðarlega hitabylgju. Í gær náði hitastigið allt upp undir 46 gráðum á sumum svæðum.
Gefnar hafa út viðvaranir til íbúa á svæðum sem ná frá Arizona, í Suð-vestur Bandaríkjunum til Alabama í Suð-austrinu. Versti hitinn er þó í Mið- og Suður Texas, samkvæmt veðurmála yfirvöldum þar í landi.
Er um nokkuð óvenjulega hitabylgju að ræða, samkvæmt þarlendum yfirvöldum og vísindamönnum, þar sem að þessi er líkleg til þess að vara í þónokkurn tíma, byrjar mjög snemma á sumartímabilinu, ásamt því að hitinn er að ná mestu hæðum á næturnar. Eitthvað sem er, eins og áður segir, verulega óvenjulegt.
Er um virkilega hættulegt hitastig að ræða, og fólk er hvatt til að halda sig innandyra þar sem það kemst í loftræstingu. Notkun loftræstikerfa hefur þó á sama tíma fengið mikið á orkukerfið í Texas og því er fólki þar á sama tíma ráðlagt að spara notkun loftræstingar, svo kerfið ráði við álagið.
Samkvæmt vísindamönnum, sem hafa verið í viðtölum í hinum ýmsu fréttamiðlum líkt og The Guardian, þá stafar þessi lífshættulega hitabylgja af loftslagsbreytingum af mannavöldum.
Sjá grein The Guardian hér: Current heatwave across US south made five times more likely by climate crisis