Ásgeir segir formenn verkalýðsfélaga óstöðuga, æsta og ekki geta lært

„Já, og það var ákveðin meðvirkni í gangi. Rík­is­sátta­semj­ari var hringj­andi hingað til þess að hafa áhrif á Seðlabank­ann. Við ætt­um ekki að hækka vexti og helst ekki tjá okk­ur af því að formaður VR væri ekki stöðugur í skapi og hlypi út af fund­um ef hann sæi eitt­hvað úr Seðlabank­an­um. Reyndu síðan að fresta vaxta­ákvörðun­ar­fundi og svo fram­veg­is. Það er ekk­ert annað en meðvirkni,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali í Mogga dagsins.

Þarna heldur Ásgeir því fram að andstaða Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR við vaxtahækkanir Seðlabankans sé vandamál, sé ekki yfirveguð afstaða heldur eitthvað sem rekja má til persónugalla hans.

Annað í viðtalinu er eftir þessu. Ásgeir talar af miklu yfirlæti um forystu verkalýðshreyfingarinnar.

„Ég held að þeir séu til­bún­ir til að hlusta núna. Það sem gerðist síðasta haust var það að sam­ein­ing­ar­vett­vang­ur hreyf­ing­ar­inn­ar, sem er Alþýðusam­band Íslands, varð óvirk­ur. Þá breytt­ist þetta í sam­keppni ein­stakra verka­lýðsfé­laga, sem var erfið staða fyr­ir alla, bæði þá sem sömdu fyrst og þá sem komu á eft­ir. All­ir þeir sem tóku þátt í þeim leikþætti hljóta að hafa dregið ein­hvern lær­dóm af, ég hef enga trú á öðru. Á Íslandi verða all­ir að sitja við sama borð í svona ákvörðunum,“ segir Ásgeir.

Og hann virðist hafa misst af hörðum verkföllum og kjaradeilum í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Noregi og víðar.

„Er­lend­is hafa launþegar að miklu leyti tekið á sig verðbólg­una. Enn sem komið er hef­ur vinnu­markaður­inn ekki svarað verðbólgu með mikl­um launakröf­um, sem hef­ur leitt til þess að raun­laun hafa lækkað og verðbólga gefið eft­ir. En hér hef­ur það ekki verið þannig. Hér hafa laun­in ekki lækkað, laun bara hækkað í takt við verðbólgu og verðbólg­an er ekki að gefa eft­ir. Það hef­ur þá leitt til þess að við beit­um þeim tækj­um sem við höf­um,“ segir Ásgeir.

En hvað vill Ásgeir að verkalýðshreyfingin geri?

„Ég hélt síðastliðið haust, að verka­lýðshreyf­ing­in myndi átta sig á því að það að ætla að elta verðbólg­una í launa­hækk­un­um myndi leiða til vaxta­hækk­ana. Það hlyti að vera al­veg skýrt, en þannig fór það nú samt. Jafn­vel sum­ir verka­lýðsfor­ingj­ar, sem voru mjög æst­ir yfir að geta ekki fengið meira. Nú vilja sömu for­ingj­ar halda úti­fundi til þess að mót­mæla af­leiðing­um gerða sinna,“ segir hann í viðtalinu. Hann vill sem sé að launafólk taki á sig mikla kjaraskerðingu, éti verðbólguna hráa.

Ásgeir virðist telja að kaupmáttarskerðing launafólks sé ekki vandamál, heldur sé vandinn sá að einstaka verkalýðsforingjar magni upp óánægju í samfélaginu. „Það er ekki rétt­mætt að kenna verka­lýðshreyf­ing­unni sem slíkri um stöðuna, ekki að öllu leyti; það eru frek­ar viðbrögð verka­lýðsfor­ingja við henni sem eru ámæl­is­verð,“ segir Ásgeir og virðist þá eiga við formenn verkalýðsfélaga sem ekki eru tilbúnir að fagna mikilli kjaraskerðingu launafólks.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí