Bára segist líka vita hver skipulagði „hlerunarmálið“  og tekur Sigmund til bæna

Bára Halldórsdóttir, sem tók upp drykkjuröfl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, við aðra þingmenn flokksins á Klaustur bar, tekur Sigmund til bæna á Twitter. Fyrr í dag birti mbl.is grein þar sem Sigmundur lætur eins og Klaustursmálið hafi verið samsæri. Sigmundur gefur í skyn að einhver hafi skipulagt „hlerunarmálið“, líkt og hann vill kalla atvikið á barnum, en neitar að nafngreina þann huldumann.

Bára birtir á Twitter yfirlit yfir helsta ósóma sem Klaustursmenn létu frá sér meðan þeir sátu á sumbli. Bára tekur þetta saman í tíu punktum, en þá má lesa hér fyrir neðan.

1/ hroki valdastéttarinnar. „Þótt við nánast öskrum dónaskap og spillingaspjalli yfir fjölfarin bar, ætti það ekki að hafa neinar afleiðingar fyrir okkur sem stjórnmálamenn“

2/ kvenfyrirlitning. „Þessi gella var bara kosin af því að hún var nógu sæt, hin er skrokkur sem passar utan um typpið á mér, svo ekki sé minnst á þessa sem er sko meetoo áhætta“

3/ forréttindablinda. „Viljum sko enga öryrkja í sveitastjórn eða á þing. Ekkert sem það pakk hefur upp á dekk að gera“

4/ fornaldar brandarar. „Hommar, hahaha!“

5/ fötlunar fordómar. „Freyja Eyja“

6/ spilling. „Ég reddaði þessum og fæ sko mitt fyrir“ (sjá Karl Gauti í stöðu lögreglustjóra Vestmannaeyja)

7/ karlaklíkan. „Vertu nú ekki að skemma skemmtunina“ Anna Kolbrún skaut einu sinni inní eitthvað til að draga úr gallsanum, en var skotin niður af karli við borðið.

8/ samfélagsstaðan. Ef ég og aðrir hefðum ekki upplifað umræðuefnin á eigin skinni áður, hefði þetta ekki verið upptökuvert. Ég þekkti orðræðuna sjálfkrafa.

9/  Sigmundur Davíð og hin. Enginn neyddi neinn til að segja neitt þarna inni. Þau völdu umræðuefnið og staðinn.

10/ Sigmundur Davíð, Karl Gauti, Anna Kolbrún, Bergþór, Gunnar Bragi og Ólafur. Þau völdu umræðuefnið og staðsetninguna. Ekkert breytir því, ÞAÐ er aðalatriðið, ekki ég eða einhverjar samsæriskenningar. Efni samtalsins á alltaf að vera aðalfréttin.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí