Efnahagsmálaráðherra Finnlands segir af sér vegna nasista orðræðu

Efnahagsmálaráðherra Finnlands, Vilhelm Junnila, hefur sagt af sér. Kemur afsögnin tíu dögum eftir að hann tók við embættinu. Sagði hann í tilkynningu í dag að hann sæi það að honum væri ekki stætt í embætti og gerði þetta því, fyrir ríkisstjórnina og Finnland í heild.

Junnila kemur úr flokknum Sannir Finnar, en er þar um að ræða týpískan öfgahægri popúlistaflokk á borð við Svíþjóðar demókratana eða danska þjóðarflokkinn. Einkennist orðræða þessara flokka fyrst og fremst af mikilli útlendingaandúð.

Junnila stóð þó af sér vantraust tillögu á finnska þinginu 28.júní, en eins og áður segir, tilkynnti hann að hann sæi sér samt sem áður ekki stætt í embætti lengur.

Vantraust tillagan kom til vegna ásakana um ítrekaða nasista orðræðu og nasistabrandara Junnila, eitthvað sem aðrir þingmenn á finnska þinginu höfðu ekki eins mikinn húmor fyrir. Þingkona Græningja Hanna Holopainen bendir á að ekki var um að ræða einangrað kæruleysislegt tilvik hjá honum, heldur ítrekaða, kerfisbundna og grófa orðræðu frá þessum fyrrum ráðherra.

Sannir Finnar voru annar sigursælasti flokkurinn í síðustu kosningum, sem haldnar voru í apríl. Gekk hann í kjölfarið í ríkisstjórn með sigurvegaranum, Sambandsflokknum ásamt tveimur smærri flokkum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí