Svíþjóð sakar Rússa um upplýsinga herferð gegn sér

Samkvæmt Carl-Oskar Bohlin, varnamálaráðherra Svíþjóðar, þá er það ekki Svíþjóð sem stendur á bak við brennurnar á Kóraninum sem átt hafa sér stað þar í landi undanfarið. Þetta ítrekaði hann margoft á blaðamannafundi í gær. Blaðamannafundurinn var haldinn í kjölfar gríðarlegra mótmæla í Mið-Austurlöndum vegna brenna á Kóraninum í Svíþjóð. Í Írak var til dæmis nýlega ráðist inní sænska sendiráðið og kveikt í því, ásamt því að sænska sendiherranum var vísað úr landi.

Bohlin ítrekaði að Svíþjóð stæði ekki á bakvið brennurnar, og að Svíþjóð væri land þar sem trúfrelsi ríkti. Ennfremur tilkynnti hann að samkvæmt rannsókn einnar af varnamálastofnunum Svíþjóðar, MPF, þá er búin að vera upplýsingaóreiðuherferð í gangi gegn Svíþjóð. Þessi herferð fer aðallega fram á samfélagsmiðlum, og samkvæmt sænsku ríkisstjórninni þá er það Rússland sem stendur á bakvið þessa herferð.

Mikael Östlund, yfirmaður samskipta innan MPF tók einnig til máls á blaðamannafundinum og bætti við að upplýsingaóreiðuherferðin miði t.d. að því að sannfæra stóran hóp fólks í Mið-Austurlöndum og víðar um hluti eins og að sænska ríkisstjórnin standi á bakvið brennurnar, og að Kóraninn sé eina heilaga ritið sem leyfilegt sé að brenna í Svíþjóð.

Östlund sagði svo að lokum að tilgangurinn hjá Rússum væri augljós: að grafa undan samstarfi Svíþjóðar við NATO.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí