„Fjölgum kvenfólkinu, það kann að stýra landinu“

Samstöðin spurði fólk við Kringluna hvernig því litist á Guðrúnu Hafsteinsdóttir sem dómsmálaráðherra. Sumum líst ágætlega á hana, öðrum ekki, en öllum líkar illa við hugmynd sem hún viðraði fyrir nokkru um að selja stóran hlut þjóðarinnar í Landsvirkjun.

Ánægja með fjölgun kvenna

„Fjölgum kvenfólkinu, það kann að stýra landinu“ sagði Friðrik Óttar Ragnarsson. „Ég held þetta sé góð kona, hún getur stjórnað eins og karlarnir. Mér finnst bara vera allt of mikil frekja í karlmönnunum, eins og hefur verið í borgarstjórn“.

Ekki allir hrifnir

Mér finnst hún nú skárri en Jón en ég hef aðrar skoðanir en hún sagði Karítas Sigurðardóttir. Hún telur að það sé rétt hjá Guðrúnu að útlendingamálin þurfi að endurhugsa en sagði að ríkisstjórnin þyrfti að taka sig taki í velferðamálum.

Viðmælendur sammála um að innflytjendamálin þurfi endurskoðun

Margir tóku undir það sem hún sagði í dag um að útlendingamálin væru brýnasta mál samfélagsins í dag en sumir tóku fram að ábyrgðin fyrir slæmri stöðu velferðarkerfanna lægi fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí