Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi, skrifar mjög gagnrýninn pistil um húsnæðismál í Reykjavík. Setur hann þar stór spurningarmerki við uppbyggingu húsnæðis á síðustu árum, eitthvað sem hefur þó verið kallað „mesta uppbyggingarskeið frá upphafi.“
Í pistlinum fer Guðmundur ítarlega í gegnum sögu uppbyggingarskeiða Reykjavíkur á síðustu öld, með línuritum. Niðurstaðan sem hann kemst að, samkvæmt honum sjálfum:
Á fyrstu áratugum þessarar aldar hefur ekki verið byggt minna sem hlutfall af heildarstærð Reykjavíkur frá því á fyrstu tveimur áratugum síðustu aldar. Í raun hefur tímabilið frá 1996-2022 verið með minnstu hlutfallslega framlegð í húsnæðismálum frá því á fyrstu árum seinni heimstyrjaldarinnar. Hlutfallsleg framlegð hrundi eftir 1982 og er enn í dag á svipuðu róli. Á eftirhrunsárunum 2010-2015 varð svo enn frekara hrun í hlutfallslegri uppbyggingu sem skildi eftir sig gríðarlegan húsnæðisskort sem enn hefur ekki verið unnin upp og versnar með degi hverjum. Það tímabil sem kemst næst því að vera með álíka hrun í hlutfallslegri uppbyggingu eru árin 1996-2002 þegar einungis þrjú þúsund og átta hundruð íbúðir voru byggðar.
Greinina í heild má lesa hér fyrir neðan: