„Mesta uppbyggingaskeið frá upphafi í Reykjavík“ er blekking

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi, skrifar mjög gagnrýninn pistil um húsnæðismál í Reykjavík. Setur hann þar stór spurningarmerki við uppbyggingu húsnæðis á síðustu árum, eitthvað sem hefur þó verið kallað „mesta uppbyggingarskeið frá upphafi.“

Í pistlinum fer Guðmundur ítarlega í gegnum sögu uppbyggingarskeiða Reykjavíkur á síðustu öld, með línuritum. Niðurstaðan sem hann kemst að, samkvæmt honum sjálfum:

Á fyrstu áratugum þessarar aldar hefur ekki verið byggt minna sem hlutfall af heildarstærð Reykjavíkur frá því á fyrstu tveimur áratugum síðustu aldar. Í raun hefur tímabilið frá 1996-2022 verið með minnstu hlutfallslega framlegð í húsnæðismálum frá því á fyrstu árum seinni heimstyrjaldarinnar. Hlutfallsleg framlegð hrundi eftir 1982 og er enn í dag á svipuðu róli. Á eftirhrunsárunum 2010-2015 varð svo enn frekara hrun í hlutfallslegri uppbyggingu sem skildi eftir sig gríðarlegan húsnæðisskort sem enn hefur ekki verið unnin upp og versnar með degi hverjum. Það tímabil sem kemst næst því að vera með álíka hrun í hlutfallslegri uppbyggingu eru árin 1996-2002 þegar einungis þrjú þúsund og átta hundruð íbúðir voru byggðar.

Greinina í heild má lesa hér fyrir neðan:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí