Grasrót Pírata er steindauð

Innri kosningavefur Pírata liggur nánast niðri. Á þessu ári hefur einungis verið kosið um eitt málefni, hvort flokkurinn eigi að slíta öll tengsl við Pírataspjallið, sem kom flokknum á kortið á sínum tíma. Þegar kosningakerfi Pírata var fyrst kynnt stóð til þar færi fram virk umræða og beint lýðræði grasrótarinnar. Nú eru það nánast einungis kjörnir fulltrúar, eða starfsmenn flokksins, sem tjá sig um þessi örfáu málefni sem kosið hefur verið um síðustu ár.

Líkt og sjá má á mynd hér fyrir neðan þá hefur kosningavefurinn nánast legið niðri síðustu ár. Í fyrra var einungis kosið um eitt mál, sem fjallaði um lagabreytingu hvað varðar endurskoðun flokksins. Sú lagabreyting var þó nauðsynleg til að uppfylla lög um starfsemi stjórnmálasamtaka. Síðustu tvö ár hefur engin ný tillaga borist frá grasrótinni inn á kosningavef Pírata.

Að þessu sögðu þá var þó kosið í prófkjörum og nefndir á vefnum í fyrra, en líkt og fyrr segir þá fór ekkert fyrir málefnum. Það lýsir stöðunni vel að í nýjasta málinu sem var kosið um á vefnum, hvort flokkurinn ætti að slíta tengslum við Pírataspjallið, voru fjórir sem tjáðu sína afstöðu: Björn Leví Gunnarsson þingmaður flokksins, Alexandra Bríem borgarfulltrúi, Baldur Karl Magnússon starfsmaður þingflokksins og einn sem mætti telja með grasrót flokksins, Steinar Jónsson.

Niðurstaðan í þeirri kosningu var að Píratar ákváðu að draga enn úr nánd við kjósendur, Pírataspjallið er ekki lengur formlegur umræðuvettvangur flokksins. Alexandra Bríem rökstuddi afstöðu sína svo: „Við ættum að hætta að halda úti sérstakri Facebook-spjallsíðu í okkar nafni. Það var kannski ágætlega gagnlegt alveg í upphafi, þegar það varð almennur umræðuvettvangur um stjórnmál sem vakti jafnframt athygli á okkur. Síðan tröllriðu tröllin þeim vettvangi, venjulegir Píratar hættu að nenna og venjulegt fólk fór að halda að tröllin, sem oft eru beinlínis bara pólitískir andstæðingar okkar í hermdaraðgerðum gegn okkur, væru að tala fyrir okkar flokk.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí