Guðrún fylgisminni en Jón

Guðrún Hafsteinsdóttir var ráðherra í dag meðal annars vegna krafna Sunnlendinga í Sjálfstæðisflokknum sem segja kjördæmið eiga fyrir ráðherra, að kjósendur þar eigi rétt á fulltrúa í ríkisstjórn. Úr Suðurkjördæmi komu 7.296 atkvæði af þeim 48.708 Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kosningunum haustið 2021. En úr kjördæmi Jóns Gunnarssonar, suðvesturkjördæmi, komu 17.727 atkvæði. Þegar Jón var í ríkisstjórn voru tveir ráðherrar Sjálfstæðismanna úr suðvestri, Jón og Bjarni Benediktsson. Ef við skiptum atkvæðum á milli þeirra þá voru 8.864 atkvæði á bak við hvorn. Sem er meira en Guðrún hefur.

Reyndar var Jón næst fylgismesti ráðherrann í ríkisstjórninni á eftir Bjarna. Næstur kom Willum Þór Þórs­son með 8.520 atkvæði. Ef atkvæðamagn hefði átt að ráða í stólaskiptunum, hefði Guðrún átt að koma inn fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sem er fylgisminnst allra ráðherra með 3.897 atkvæði.

Listinn yfir atkvæði á bak við ráðherra er svona í dag:

RáðherraKjördæmiAtkvæði
Bjarni Benedikts­sonSuðvesturkjördæmi17.727
Willum Þór Þórs­sonSuðvesturkjördæmi8.520
Áslaug Arna Sigurbjörns­dóttirReykjavíkurkjördæmi suður8.089
Guðlaugur Þór Þórðar­sonReykjavíkurkjördæmi norður7.353
Guðrún HafsteinsdóttirSuðurkjördæmi7.296
Sigurður Ingi Jóhanns­sonSuðurkjördæmi7.111
Guðmundur Ingi Guðbrands­sonSuðvesturkjördæmi7.087
Katrín Jakobs­dóttirReykjavíkurkjördæmi norður5.597
Svandís Svavars­dóttirReykjavíkurkjördæmi suður5.212
Ásmundur Einar Daða­sonReykjavíkurkjördæmi norður4.329
Lilja Alfreðs­dóttirReykjavíkurkjördæmi suður4.077
Þórdís Kolbrún R. Gylfa­dóttirNorðvesturkjördæmi3.897

Þarna eiga öll kjördæmin ráðherra nema Norðausturkjördæmi. Njáll Trausti Friðbertsson oddviti Sjálfstæðismanna skilaði lista sínum 4.346 atkvæðum, sem þykir ekki mikið fyrir flokkinn í því kjördæmi. Líneik Anna Sævarsdóttir uppskar líka undir væntingum fyrir Framsókn, en þó 6.016 atkvæðum, sem er meira en bæði Lilja og Ásmundur Einar drógu í hús. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir náði 3.040 atkvæðum, minna en þrír ráðherrar Vg.

Ef atkvæði ein ættu að ráða, og ef atkvæðum er skipt á hefðbundinn hátt (oddviti fær öll atkvæði kjördæmi, annar maður helminginn, þriðji þriðjung o.s.frv.) ætti Jón Gunnarsson að koma aftur inn í ríkisstjórn fyrir Þórdísi Kolbrúnu og Líneik Anna fyrir Lilju Alfreðsdóttur.

En atkvæðin ráða ekki ráðherravali. Þau skipta máli, en ekki öllu máli.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí