Hefur unnið í efna­hags­brota­deild en aldrei séð annað eins og í Íslandsbanka

Bankasalan 28. jún 2023

„Upp­lýsa þarf nú að fullu um hvernig fjár­málaráðherra stóð að söl­unni á Íslands­banka. Það verður ein­ung­is gert með rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is. Ljóst er að ekki ein­ung­is stjórn og banka­stjóri þurfa að víkja held­ur einnig fjár­málaráðherra því hann ber fulla ábyrgð á söl­unni,“ skrifar Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins í Mogga dagsins.

Eyjólfur fer yfir skýrslu fjármálaeftirlitsins og vísar svo til eigin reynslu: „Ég hef unnið í FME, efna­hags­brota­deild og hjá tveim­ur nor­ræn­um stór­bönk­um og aldrei kynnst öðru eins. FME seg­ir í sátt­inni að fram­kvæmd Íslands­banka hafi verið áfátt í flest­um skref­um útboðsins og fól hún í sér víðtæk og al­var­leg brot bank­ans á skyld­um sam­kvæmt lög­um. Slík­ir ann­mark­ar bendi til þess að áhættu­menn­ing og stjórn­ar­hætt­ir bank­ans hafi ekki upp­fyllt þær kröf­ur sem gerðar eru með lög­um og regl­um, né innri regl­um og verklagi. FME tel­ur að stjórn og banka­stjóri hafi ekki tryggt að bank­inn starfaði í sam­ræmi við lög sem um starf­sem­ina gilda eða að innri regl­um bank­ans hafi verið fylgt. Þá hafi stjórn og banka­stjóri ekki inn­leitt stjórn­ar­hætti og innra eft­ir­lit sem trygg­ir skil­virka og var­færna stjórn­un,“ skrifar Eyjólfur.

En Eyjólfur vill að þáttur fjármálaráðherra verði líka rannsakaður, segir að Alþingi hafi veitt fjár­málaráðherra heim­ild til að selja eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka með lög­um um sölumeðferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um frá 2012 og sér­stakri heim­ild í fjár­lög­um fyr­ir árið 2022. Á hverj­um tíma fer Banka­sýsl­an með eign­ar­hlut rík­is­ins í bönk­un­um. Það felst í eft­ir­liti með fram­kvæmd eig­enda­stefnu rík­is­ins og að fara með at­kvæði rík­is­sjóðs á hlut­hafa­fund­um. Þannig er sköpuð arms­lengd frá fjár­málaráðherra sem hand­hafa hlut­bréfa rík­is­ins í Íslands­banka. Arms­lengd­in nær alls ekki til sölu á eign­ar­hluta rík­is­ins, enda seldi fjár­málaráðherra hluta­bréf­in í Íslands­banka, eng­inn ann­ar.

„Á ábyrgð fjár­málaráðherra var að tryggja að all­ur und­ir­bún­ing­ur á söl­unni væri þannig að lög yrðu ekki brot­in og ekki síst að hann sem fjár­málaráðherra bryti ekki lög sem selj­andi rík­is­bank­ans. Hvor­ugt var gert,“ skrifar Eyjólfur. „Fjár­málaráðherra stóð þannig að söl­unni að hann seldi föður sín­um hlut og vissi ekki hverj­um hann var að selja, að eig­in sögn. Ekki virt­ist gerð krafa um upp­lýs­ing­ar um raun­veru­lega eig­end­ur þeirra fé­laga sem keyptu líkt, og lög kveða á um. Íbúðar­eig­anda, sem sel­ur íbúð sína, ber laga­skylda til að fá upp­lýs­ing­ar um raun­veru­lega eig­end­ur fé­laga sem vilja kaupa íbúð hans.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí