Viðreisn vill „einkavæða gróða og ríkisvæða töp“ með því að selja Landsbankann

Eftir að það kom í ljós að Landsbankinn hyggðist kaupa TM tryggingar af Kviku banka þá hafa sumir, nær allir af hægri vængnum, haldið því fram að nú sé nauðsynlegt að selja Landsbankann úr eigu
almennings til einstakra auðmanna. Einn þeirra er Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi sjónvarpsmaður.

„Hér er íslenska ríkið að eignast tryggingafélag í gegnum ríkisbankann. Ríkisvæðing tryggingafélags á sama tíma og rætt er um frekari einkavæðingu Íslandsbanka. Galið. Þetta undirstrikar að ríkið þarf að selja Landsbankann líka, helst áður en bankinn ryksugar upp fleiri fyrirtæki á einkamarkaði,“ skrifar Sigmar.

Það er óhætt að segja almenningur er ekki sammála honum. Í það minnsta eru allar athugasemdir við færslu Sigmars á þá leið. „Þarna fórstu með það. Viðreisn vill einkavæða flest, Það þarf að hjálpa öllum fíklum, ekki síst gerræðisliðinu á Alþingi. Einkavæða gróða og ríkisvæða töp,“ skrifar til að mynda              Ingibjörg Ottesen.

Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gengur enn lengra og skrifar: „Þú býrð í einhverjum draumaheimi Sigmar. Það er engin samkeppni í stærstu og mikilvægustu geirum atvinnulífsins og markaðshagkerfið Ísland hefur aldrei verið til í raunveruleikanum og verður líklega ekki vegna smæðar. Vöruflutningar, byggingavörur, tryggingar, fjármálastarfsemi, flug, byggingaiðnaðurinn, þetta eru allt geirar með fákeppni og samráði sem kostar almenning alveg gríðarlegar fúlgur. Á sama tíma er verið að kreppa að samkeppnisstofnun og hún starfar eftir lögum sem gagnast nánast ekki neitt, skattrannsóknir hafa verið aflagðar, ríkisendurskoðun halaklippt sem og Umboðsmaður Alþingis. Vegna smæðar og klíkuskapar hefur ekki og verður líkleag aldrei hægt að vera með samkeppni í atvinnulífinu að neinu marki hér á landi. Það er bara fullreynt. Og hvað gerum við þá? 62 milljarða arðrán skipafélaganna og ráðherra málaflokksins ypptir bar öxlum og horfir í hina áttina.“

Stefán Ólafsson, fyrrverandi prófessor, skrifar einnig athugasemd en hann segir það galið að ætla að selja Landsbankann. „Ekki kemur til greina að selja Landsbankann. Við þurfum árlegan hagnað af honum inn í ríkiskassann, til að greiða fyrir sameiginlegar Þarfir þjóðarinnar til langrar framtíðar. Það er heimska að selja mjólkurkýrnar! Þar að auki virðist Landsbankinn vera betur rekinn en einkabankinn Arion,“ segir Stefán.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí