Hrina verkfallsbrota eftir tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga

Verkalýðsmál 8. jún 2023

Á annan tug verkfallsbrota hafa átt sér stað í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum síðustu tvo sólarhringa, en vikurnar þar á undan hafði verkfallsvarsla gengið nokkuð vel og afar fáar tilkynningar borist um brot. Verkfallsbrot í leikskólum hafa verið sérstaklega áberandi síðustu daga, þar sem stjórnendur virðast hafa fengið fyrirmæli um breytingar á skipulagi sem fela í sér verkfallsbrot. Þó einnig hafa borist ábendingar um brot á bæjarskrifstofum og í sundlaugum.

„Eins og greint var frá í hádegisfréttum RÚV höfum við heimildir fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi í fyrradag boðað stjórnendur leikskóla, þar sem verkföllin hafa áhrif, á fundi með afar skömmum fyrirvara. Fulltrúar í samninganefnd Sambandsins hafi m.a. stýrt fundum þar sem markmiðið virðist hafa verið að leggja línur fyrir leikskólastjórnendur og þeir hvattir til þess að fremja það sem hingað til hefur, að okkar mati, verið talið verkfallsbrot,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um stöðuna.

Verkfallsverðir BSRB hafa undanfarna tvo sólahringa orðir varir við miklar breytingar á skipulagi leikskóla frá því sem áður var. Víða hafa verið opnaðar deildir þar sem deildarstjóri er í verkfalli, sem hafa hingað til verið lokaðar. Þá eru börn færð á milli deilda, starfsfólki sem ekki er í verkfalli boðið að taka börnin sín með í vinnu svo það þurfi ekki að vera heima og foreldrar beðnir um að senda börn í leikskólann með nesti þrátt fyrir að matráður sé í verkfalli, en fram til þess höfðu börn verið send heim í hádegismat. Þannig hefur verið ítrekað gengið í störf starfsfólks í verkfalli síðustu daga í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum að áeggjan Sambands íslenskra sveitarfélaga.

BSRB metur þessa háttsemi alvarlega. Samband íslenskra sveitarfélaga sé með beinum hætti að reyna að draga úr áhrifum verkfalla sem eru lögvarin réttindi launafólks. Verið er að taka saman verkfallsbrotin og verður þeim vísað til Félagsdóms verði ekki látið af þeim hið fyrsta.

Þá er sérstaklega alvarlegt að Samband íslenskra sveitarfélaga, sem starfar í umboði sveitarfélaga landsins, telji það réttlætanlegt að beita sér gegn starfsfólki sveitarfélaganna með þessum hætti.

Ábendingar hafa borist um verkfallsbrot í eftirfarandi sveitarfélögum síðustu daga, en verið er að skoða hvort þau séu jafnvel fleiri: Kópavogur, Garðabær. Árborg, Ölfus, Seltjarnarnes, Hveragerði, Reykjanesbær, Grundarfjörður, Snæfellsbær, Dalvík, Stykkishólmur, Borgarnes og Vestmannaeyjar.

Frétt af vef BSRB.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí