Segir Vg hafa dregið sig á asnaeyrunum

Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, kvartar undan samstarfinu við VG í ríkisstjórn.

„Staðan núna er þannig að það er mjög erfitt fyr­ir Vinstri græna að vera í rík­is­stjórn.“

Þetta segir fráfarandi dómsmálaráðherrann í viðtali við Dagmál. Í þættinum ræddi Jón störf sín og áherslur, og sérstaklega erfitt samstarfið við Vinstri græna. Vill hann meina að þeir hafi gengið á bak orða sinna þegar kom að þeim miklu breytingum sem hann taldi að þurfti að gera á laga umgjörð lögreglunnar, en þar á hann við það sem kallað er forvirkar rannsóknarheimildir.

„Ég upp­lifði þetta þannig að vera dreg­inn á asna­eyr­um í þessu máli,”

Segir Jón meðal annars. Lýsir hann þinglokunum þannig að þau hafi einkennst af miklum átökum innan ríkisstjórnarinnar.

En það er ekki einungis forvirkar rannsóknarheimildir sem liggur honum á hjarta, heldur er það ekki síst útlendingalögin.

Í þættinum eru ummæli Bjarna Benediktssonar einnig rædd, en hann sagði á tröppum Bessastaða að Alþingi hefði brugðist í útlendingamálum. Jón tekur undir það og segir að við höfum „misst tökin í málaflokknum“.

Er ekki hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að þetta sé eitthvað sem kenna má VG um, samkvæmt fyrrverandi Dómsmálaráðherra og núverandi fjármálaráðherra.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí