Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, kvartar undan samstarfinu við VG í ríkisstjórn.
„Staðan núna er þannig að það er mjög erfitt fyrir Vinstri græna að vera í ríkisstjórn.“
Þetta segir fráfarandi dómsmálaráðherrann í viðtali við Dagmál. Í þættinum ræddi Jón störf sín og áherslur, og sérstaklega erfitt samstarfið við Vinstri græna. Vill hann meina að þeir hafi gengið á bak orða sinna þegar kom að þeim miklu breytingum sem hann taldi að þurfti að gera á laga umgjörð lögreglunnar, en þar á hann við það sem kallað er forvirkar rannsóknarheimildir.
„Ég upplifði þetta þannig að vera dreginn á asnaeyrum í þessu máli,”
Segir Jón meðal annars. Lýsir hann þinglokunum þannig að þau hafi einkennst af miklum átökum innan ríkisstjórnarinnar.
En það er ekki einungis forvirkar rannsóknarheimildir sem liggur honum á hjarta, heldur er það ekki síst útlendingalögin.
Í þættinum eru ummæli Bjarna Benediktssonar einnig rædd, en hann sagði á tröppum Bessastaða að Alþingi hefði brugðist í útlendingamálum. Jón tekur undir það og segir að við höfum „misst tökin í málaflokknum“.
Er ekki hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að þetta sé eitthvað sem kenna má VG um, samkvæmt fyrrverandi Dómsmálaráðherra og núverandi fjármálaráðherra.