Skotárás vegna landamerkjadeilu í Rangárþingi
Landamerkjadeilur hafa oft orðið tilefni dramatískra atburða hér á landi en steininn tók úr þegar sérsveit Ríkislögreglustjóra þurfti að aðstoða lögreglu við bæinn Hala í Rangárþingi síðdegis í dag eftir að skotið var á gröfumann við vinnu. Hermt er að gröfumaðurinn hafi þurfti að snúa gröfunni ótt og títt til að varna því að skotin hæfðu hann.
Tildrög máls liggja ekki að fullu fyrir samkvæmt lögreglu.
Á vísi er haft eftir Karli Rúnari Ólafssyni, katrtöflubónda á Þykkvabæ, að erjur um land hafi undið upp á sig með þessum hætti. Hvort einn maður eða fleiri skutu á gröfumanninn er til rannsóknar.
Málið er sagt minna á Villta vestrið til forna – eða Sturlungu.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward