Lögreglan ofbeldisfyllri eftir að hún fékk „hrákargrímuna“ og önnur tól

Það mætti ætla að innan lögreglunnar á Íslandi hafi orðið stefnubreyting mjög nýlega, og þá án þess að hafa almenning með í ráðum. Í það minnsta hefur það verið sérstaklega áberandi hvernig lögreglan hikar ekki lengur við að beita friðsama mótmælendur ofbeldi, oft án þess að nokkur raunveruleg aðkallandi ástæða sé fyrir því. Það er talsverður munur á stefnu lögreglunnar nær alla lýðveldissöguna, því þó það hafi ekki verið óþekkt að hún beitti mótmælendur ofbeldi, sérstaklega í þeim stærri, þá var það fáheyrt við minni mótmæli.

Alexandra Bríem, borgarfulltrúi Pírata, telur sig vita hvað sé að valda þessu. Hún segir að líklega sé þetta ekki eitthvað sem hafi verið ákveðið sérstaklega, heldur afleiðing af auknum vopnaburði lögreglu. Það sé einfaldlega orðið auðveldara að lúskra á fólki en að tala það til. „Núna alveg á síðustu misserum er eins og eitthvað hafi í grundvallaratriðum breyst í viðbrögðum lögreglunnar við mótmælum, og bara í handtökum almennt. Þau eru farin að keyra fólk í gólfið af meiri hörku, nota táragas alveg án þess að vera í einhverri hættu, ef það bara gerir það aðeins þægilegra að klára það sem þau vilja klára eða komast þangað sem þau vilja komast, og nú þetta,“ segir Alexendra á Facebook og vísar í fréttum að að svokölluð „hrákagríma“ hafi verið notuð á 17. júní. Sá sem fékk grímuna á sig var ofurölvi, líkt og flestir sem lögreglan þarf að hafa afskipti af.

„Það er eitthvað alveg rosalega afmennskandi við þessa hrákagrímu, er það í alvörunni tól sem á að þurfa að nota á Íslandi? Er hættan af hráka það mikil að hún réttlæti þetta? Ég hef alveg verið meðvituð um hörku í lögreglunni áður, en hefur samt alltaf fundist eins og það hafi verið aðeins dýpra á henni, eins og lögreglan vilji nú samt helst gera hlutina í góðu og reyna það áður en farið er í hörkuna. En núna finnst mér það vera að breytast. Hvað kemur til? Af hverju er orðið fljótlegra og auðveldara að beita afli en áður?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí