Löggan í rugli og með dónaskap eftir mistök

„Þegar ég vaknaði á þriðju­dags­morg­un­inn og ætlaði að fara að keyra kær­ust­una mína í skól­ann var bíll­inn ekki á sín­um stað á bíla­stæðinu og ég bara: „Hvar er bíll­inn?“. Kær­ast­an mín bara yppti öxl­um og sagðist ekki vita það.“

Þannig lýsir Mogginn í dag frásögn rúm­lega tví­tug­s Palestínumanns, Sohaib Husam Al­bayyouk, sem varð fyrir barðinu á lögreglu, tengt misskilningi í manndrápsmáli að því er virðist.

Alsaklaus Sohaib vaknaði sumsé við að löggan hafði fjarlægt bílinn hans, sem þó virðist hvergi tengdur málinu.

Parið hringdi í lög­regl­una þegar bíll­inn fannst ekki á bíla­stæðinu. Þau voru beðin að koma á lög­reglu­stöðina á Dal­vegi í Kópa­vogi að því er Mogginn greinir frá. Þaðan voru þau send á lög­reglu­stöðina við Hverf­is­götu í Reykja­vík þar sem tek­in var skýrsla af Sohaib.

Síðar kom svo í ljós að lög­regla hafði tekið bíl Sohaib í mis­grip­um fyr­ir ann­an svipaðan af sömu teg­und án þess að láta hann vita. Sohaib fékk ekki bíl­inn til baka fyrr en meira en tveimur sólarhringum eftir að lögreglan hrifsaði bifreiðina af honum vegna misskilnings.

„Þetta er svo mikið rugl. Ef þú tek­ur eitt­hvað, verður þú ekki að láta vita? Hvað ef ég hefði verið á leið í flug eða eitt­hvað?“ Spyr Sohaib í Mogganum.

Fram mun hafa komið órökstuddur grunur hjá löggunni um peningaþvætti.

Þá kom bíllinn skemmd­ur úr vörslu lög­reglu sem þóttist þó ekkert vita um skemmd­irn­ar.

„Þetta er al­veg ruglað. Þeir sögðu ekki einu sinni sorrí.“ Hefur Mogginn eftir parinu.

Sjá frétt Morgunblaðsins hér: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/03/14/logdu_hald_a_rangan_golf_og_greindu_svo_fra_stuldi/

Myndin tengist efni fréttarinnar aðeins óbeint.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí