Kaupmáttarskerðingin nú að meðaltali 3,1%

Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar um staðgreiðslu launa þá hækkuðu laun á framteljanda um 6,5% í apríl frá sama mánuði í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag um 9,9%. Kaupmáttur launafólks lækkaði því um 3,1% á þessu tímabili.

Þessar upplýsingar upp úr staðgreiðslunni gefa mynd af þróun launa og kaupmáttar. Launasumma allra hækkaði um 11,7% á tímum 9,9% verðbólgu. Hún hækkaði því að verðmæti. En fjöldi launafólk jókst um 4,8% svo verðgildi launa hvers og eins lækkaði.

Hér má sjá þróun kaupmáttar launasummunnar á mann frá ársbyrjun 2021.

Þarna sést að kaupmáttaraukning var mikil fram að miðju ári 2021 en féll svo niður í núll um haustið. Þá tók við tæplega ár þar sem launahækkanir héldu í við verðlag en um síðasta sumar tók kaupmátturinn að gefa eftir. Kaupmátturinn er nú við það sama og var eftir samningana í nóvember/desember, verðbólgan er að éta upp allan ávinning af þeim.

En það er ljóst að fá hausti 2021 hefur ekki verið tilefni til að fullyrða að kaupmáttur launa sé að vaxa.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí