Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar um staðgreiðslu launa þá hækkuðu laun á framteljanda um 6,5% í apríl frá sama mánuði í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag um 9,9%. Kaupmáttur launafólks lækkaði því um 3,1% á þessu tímabili.
Þessar upplýsingar upp úr staðgreiðslunni gefa mynd af þróun launa og kaupmáttar. Launasumma allra hækkaði um 11,7% á tímum 9,9% verðbólgu. Hún hækkaði því að verðmæti. En fjöldi launafólk jókst um 4,8% svo verðgildi launa hvers og eins lækkaði.
Hér má sjá þróun kaupmáttar launasummunnar á mann frá ársbyrjun 2021.

Þarna sést að kaupmáttaraukning var mikil fram að miðju ári 2021 en féll svo niður í núll um haustið. Þá tók við tæplega ár þar sem launahækkanir héldu í við verðlag en um síðasta sumar tók kaupmátturinn að gefa eftir. Kaupmátturinn er nú við það sama og var eftir samningana í nóvember/desember, verðbólgan er að éta upp allan ávinning af þeim.
En það er ljóst að fá hausti 2021 hefur ekki verið tilefni til að fullyrða að kaupmáttur launa sé að vaxa.