Lestarkerfið í Danmörku lamað vegna verkfalla

Á morgun, fimmtudag, hefjast enn harðari verkföll starfsfólks DSB, lestarkerfisins í Danmörku. Verkfallið byrjaði á takmarkaðan hátt á mánudag, en mun herðast til muna á morgun, ef ekki nást samningar.

Verkfallið byrjaði þó þegar að hafa mikil áhrif í dag – en 61 af 96 lestum hafa ekki verið í notkun. Aðallega vegna verkfallsins, en einnig vegna venjubundinna viðhaldsverkefna. 

En ástandið mun einungis koma til með að verða verra á morgun, þegar verkföllin hefjast af alvöru. 

Talsmaður DSB segir að það sé ómögulegt að segja til um hvernig ástandið muni koma til með að vera, en segir farþegum að vera tilbúna til að standa í lestunum – ef þær keyra yfirhöfuð. 

Hvers vegna er starfsfólkið í verkfalli?

Verkfallið er víðtækt, og nær til starfsfólks sem sjá um viðhald á lestunum, sem og hreingernisstarfsfólk, eftirlitsstarfsfólk og starfsfólks á lagernum. 

Starfsfólkið er ósátt við launin sín, en DSB hefur boðið 2,7% launahækkun sem verkalýðsfélag þeirra, FO Jernbaner, hefur hafnað. Krefjast þau launahækkunnar uppá minnst 3,5-4%.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí