Á morgun, fimmtudag, hefjast enn harðari verkföll starfsfólks DSB, lestarkerfisins í Danmörku. Verkfallið byrjaði á takmarkaðan hátt á mánudag, en mun herðast til muna á morgun, ef ekki nást samningar.
Verkfallið byrjaði þó þegar að hafa mikil áhrif í dag – en 61 af 96 lestum hafa ekki verið í notkun. Aðallega vegna verkfallsins, en einnig vegna venjubundinna viðhaldsverkefna.
En ástandið mun einungis koma til með að verða verra á morgun, þegar verkföllin hefjast af alvöru.
Talsmaður DSB segir að það sé ómögulegt að segja til um hvernig ástandið muni koma til með að vera, en segir farþegum að vera tilbúna til að standa í lestunum – ef þær keyra yfirhöfuð.
Hvers vegna er starfsfólkið í verkfalli?
Verkfallið er víðtækt, og nær til starfsfólks sem sjá um viðhald á lestunum, sem og hreingernisstarfsfólk, eftirlitsstarfsfólk og starfsfólks á lagernum.
Starfsfólkið er ósátt við launin sín, en DSB hefur boðið 2,7% launahækkun sem verkalýðsfélag þeirra, FO Jernbaner, hefur hafnað. Krefjast þau launahækkunnar uppá minnst 3,5-4%.