Neyðarkall frá fjölskyldu sem á flytja nauðuga úr landi

Egypsk fjögurra manna fjölskylda sendi frá sér neyðarkall í dag en á laugardaginn næsta eiga þau rétt á málsmeðferð vegna stöðu sinnar hér á landi í leit sinni að vernd. Yfirvöld hafa hins vegar jafnharðan sent þeim tilkynningu þess efnis að þau verði send úr landi með lögreglufylgd á næstu dögum, áður en að málsmeðferð kemur.

Yassar fjölskyldan hefur dvalið hér í 8 mánuði og verið iðin við að sækja sér íslenskukennslu en foreldrarnir eru hárgreiðslufólk og áttu ungmennin að hefja nám í framhaldsskóla í haust. Lífið ætti að brosa við ungmennunum þeim Keven og Kenzi sem er aðeins 16 ára en foreldrar þeirra óttast verulega um framtíð þeirra.

Flótti þeirra frá Egyptalandi hófst eftir að börnin komust naumleg út úr kristinni kirju sem þau sóttu í heimalandinu eftir að búið var að bera eld að henni. Þá höfðu harðlínu múslimar svokallað Bræðralag valdið allskyns skemmdum á eigum þeirra, brotið framrúðuna í fjölskyldubílnum, brotið rúður á hárgreiðslustofunni sem fjölskyldan rak en vinnulag þeirra þótti of frjálslynt og endaði það með því að þau neyddust til að selja þeim lífsviðurværi sitt á smápening. Þá varð móðirin fyrir líkamstjóni auk þess sem þau hafa horft upp á annað fólk úr söfnuðnum aflífað trúar sinnar vegna.

Fjölskyldan hefur verið á flótta um nokkurra ára skeið og hefur það tekið sinn toll á þau en í viðtalinu lýsa þau fimm mánaða vist sinni í Grikklandi áður en þau komu hingað sem algjöru helvíti en þar bjuggu þau í marga mánuði í flóttamannabúðum í einskonar hjólhýsi þar sem þau sváfu á gólfinu ásamt annarri fjölskyldu. Faðirinn veiktist á flóttanum og þurfti fjölskyldan að berjast fyrir því að fá læknishjálp sem fékkst að litlu leyti með miklum herkjum.

Þau hafa átt von um friðsamt líf og öryggi á Íslandi en óttast nú að verða send aftur til Grikklands þar sem ekkert bíður þeirra nema gatan.

Stjórnvöld samþykktu nýlega frumvarp sem rýmkar fyrir fólki sem hingað vill flytja frá ákveðnum stöðum með ákveðna sérfræðimenntun en það skítur skökku við að fólk með iðnmenntun, reynslu og frumkvæði og vilja til að aðlagast samfélaginu fái ekki einu sinni að tala sínu máli í málsmeðferð. Þá er vert að minna á stór orð ríkisstjórnarinnar um að senda ekki börn aftur til Grikklands en það er nú gert án þess að blikna.

Hægt er að skoða eldri grein Samstöðvarinnar um málið:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí