Róttækir verkalýðssinnar vinna stjórnarkjör í UNISON

UNISON, stærsta verkalýðsfélag Bretlands hélt stjórnarkjör nýlega. Þar var kosin hluti stjórnar verkalýðsfélagsins, sem er fyrir starfsfólk í almannaþjónustu. Listinn sem náði kjöri var studdur af róttækum samtökum verkalýðssinna, Time for Real Change, sem heldur uppi baráttu sósíalista og vinstri arms Verkamannaflokksins.

UNISON hefur eins og mörg önnur verkalýðsfélög í Bretlandi haldið uppi harðri baráttu fyrir bættum kjörum með hrinu verkfalla. Oft hafa verið átök innan verkalýðsfélaganna í Bretlandi milli hófsamra stuðningsmanna Verkamannaflokksins (lesist stuðningsmenn Keir Starmer, leiðtoga flokksins) og sósíalista sem koma úr þeim pólitíska armi sem stutt hefur fyrrverandi formann flokksins Jeremy Corbyn. Sósíalistar hafa yfirleitt haft betur í þeirri baráttu eftir að bresk verkalýðsfélög gengu í gegnum breytingar þar sem sósíalískir baráttumenn hafa tekið völdin af hófsömum skriffinnum sem áður stjórnuðu hálf sofandi verkalýðsfélögum.

Momentum, félag sósíalista í breska Verkamannaflokknum sem stofnað var af stuðningsmönnum Jeremy Corbyn, hefur lýst því yfir að „þetta sé mikill sigur fyrir sósíalista…sem komi til að styrkja UNISON sem baráttufélag og styðja á bakið við vinstrisinna innan Verkamannaflokksins líka“

Verkalýðsfélög í Bretlandi hafa í allan vetur og vor verið í harðri baráttu um kjör og vinnuaðstæður sem hefur verið fylgt eftir með verkföllum og harðri baráttu félaganna. Er ljóst að styrking róttækra sósíalista innan verkalýðsfélaganna hafa vakið félögin af löngum svefni nýfrjálshyggjuáranna. Baráttunni í Bretlandi svipar því mikið til baráttu sósíalista á Íslandi við að vekja upp óvirk verkalýðsfélög.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí