RÚV reyndi að hlunnfara tónlistarfólk

Verkalýðsmál 30. jún 2023

Félag íslenskra hljómlistarmanna vann mál fyrir félagsdómi gegn Ríkisúrvarpinu, sem reyndi að komast hjá því að greiða tónlistarfólkiá Jazzhátíð laun samkvæmt kjarasamningum. Að mati dómsins er ekki hægt að víkja til hliðar ákvæðum kjarasamnings um lágmarkskjör.

FÍH fór með málið fyrir dóm á þeim forsendum að Ríkisútvarpinu bæri að greiða hljómlistarmönnunum sem spiluðu á Jazzhátíð Reykjavíkur fyrir sína vinnu samkvæmt kjarasamningi FÍH og RÚV. RÚV mótmælti því og vísaði til þess að ekkert ráðningarsamband hafi verið til staðar. Vildi Ríkisútvarpið greiða tónlistarfólkinu annars vegar með auglýsingum á miðlum RÚV og hins vegar með greiðslu beint til Jazzhátíðar, sem svo skipti fjárhæðinni á milli hljóðfæraleikaranna í samræmi við þátttöku. Fyrirkomulagið hafði áður verið á þann veg.

Í dómi Félagsdóms er staðfest að kjarasamningur FÍH og RÚV gildir. Að mati dómsins er ekki hægt að víkja til hliðar ákvæðum kjarasamnings um lágmarkskjör. Höfuðmáli skiptir að kjarasamningurinn gerir beinlínis ráð fyrir greiðslum til hljómlistarmanna að skilyrðum uppfylltum óháð því hvort formlegt eða óformlegt ráðningarsamband sé til staðar.

Dómurinn minnir um margt á dóm Landsréttar sem féll ríflega ári fyrr í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Hann staðfestir með afgerandi hætti að beint ráðningarsamband er ekki forsenda skuldbindingargildis kjarasamnings sem fjallar um greiðslur vegna hljóðritana og/eða beinna útsendinga á tónlist.

Hefur dómurinn fordæmisgildi sem slíkur og þá sér í lagi í listageiranum þar sem kjarasamningar fjalla sérstaklega um greiðslur á ráðningarformi eða hvort ráðning sé til staðar. Þá staðfestir Félagsdómur að ákvæði kjarasamninga kveða á um lágmarkskjör sem óheimilt er að sniðganga. Breytir þar engu hvort framkvæmdin hafi áður verið önnur en kjarasamningur kveður á um.

Frétt af vef BHM.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí