Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á fjölda flóttamanna til Íslands

Sjálfstæðismenn hafa undanfarið farið í hálfgerðan kosningaham en flokksmenn virðast telja að helsti möguleiki þeirra til að auka síminnkandi fylgi sitt sé að gera út á útlendingandúð. Sjálfstæðismenn virðast þó hafa hugsað þessa taktík til enda því flokkurinn ber einna mesta ábyrgð allra flokka á miklum fjölda flóttamanna á Íslandi. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vekur athygli á þessu í pistli sem hann birtir á Facebook.

„Staðreyndin er sú að það var tekin sérstök ákvörðun um það 2018, á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu, að veita umsækjendum frá Venesúela forgangsmeðferð og samþykkja hverja einustu umsókn óháð einstaklingsbundnum aðstæðum fólksins,“ skrifar Jóhann Páll og heldur áfram:

„Þetta var mjög afdrifarík ákvörðun. Ísland var eina Evrópuríkið sem ákvað að afgreiða umsóknir venesúelskra ríkisborgara með þessum hætti, veita þeim viðbótarvernd skilyrðislaust, og senda fólkinu þannig skýr skilaboð um að leita hingað.“

Jóhann Páll bendir á að þessi ákvörðun Sjálfstæðismanna hafi valdið því að Ísland fékk gífurlega margar umsóknir frá Venesúela. „Fyrir vikið bárust íslenskum stjórnvöldum 1.184 umsóknir frá ríkisborgurum Venesúela í fyrra meðan slíkar umsóknir voru 94 í Noregi, 72 í Svíþjóð og 5 í Finnlandi. Það var líka afdrifarík ákvörðun að stöðva afgreiðslu allra Venesúelaumsókna. Á meðan má fólk ekki vinna, er í skammtímabúsetuúrræðum og ríkissjóður borgar í stað þess að fólk komist til vinnu og geti sjálft aflað sér viðurværis,“ segir Jóhann Páll og bætir við að lokum:

„Allt er þetta afleiðingin af flumbrukenndri útlendingapólitík Sjálfstæðisflokksins. Munum líka að fjársveltir innviðir og fjársvelt grunnþjónusta er stjórnmálamönnum en ekki útlendingum að kenna.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí